Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. apríl 2014 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico með sex stiga forystu
Diego Costa er snúinn aftur úr meiðslum og byrjaður að skora
Diego Costa er snúinn aftur úr meiðslum og byrjaður að skora
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 2 - 0 Elche
1-0 Miranda ('72)
2-0 Diego Costa ('91, víti)
Rautt spjald: Cristian Sapunaru, Elche ('90)

Topplið spænsku deildarinnar, Atletico Madrid, fékk fallbaráttulið Elche í heimsókn í eina leik kvöldsins á Spáni.

Leikurinn var markalaus lengi vel framan af enda vörðust gestirnir vel en voru nálægt því að lenda undir snemma í síðari hálfleik þegar David Villa brenndi af vítaspyrnu.

Heimamönnum tókst ekki að komast yfir fyrr en á 72. mínútu þegar miðvörðurinn Miranda stangaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá varamanninum Jose Sosa.

Gestirnir tóku að sækja eftir markið en heimamenn voru sterkari og Diego Costa innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner