fös 18. apríl 2014 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky  
Stóri Sam hoppar á Pulis-lestina: Ætti að vera stjóri ársins
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce telur Tony Pulis, knattspyrnustjóra Crystal Palace, eiga skilið nafnbótina knattspyrnustjóri ársins í ensku Úrvalsdeildinni.

Pulis hefur gjörsnúið gengi Palace við á tímabilinu frá því að hann tók við í nóvember og er svo gott sem búinn að stýra liðinu í öruggt sæti í deildinni eftir frækinn útisigur á Everton í síðustu umferð.

,,Þetta segir manni að þrátt fyrir alla erlendu þjálfarana í deildinni er nóg til af breskum stjórum sem geta gert góða hluti í þessari gríðarlega erfiðu deild," sagði Allardyce.

,,Þetta sannar gæði hans sem knattspyrnustjóra og sannar að hann getur gert meira heldur en spilað eins og Stoke liðið hans gerði.

,,Leikstílirnir eru líkir en hann er að stýra öðruvísi leikmönnum og nær því besta úr þeim. Það er allt sem þú getur gert sem stjóri, unnið með tólunum sem þér eru gefin."


Brendan Rodgers er líklegastur til að öðlast nafnbótina besti knattspyrnustjóri ársins en Roberto Martinez hefur einnig verið nefndur ásamt Tony Pulis.

,,Ég veit ekki hver verður knattspyrnustjóri ársins, líklegast stjóri toppliðs, þó Pulis eigi verðlaunin skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner