Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tevez í skýjunum með nýja gælunafnið: Leikmaður fólksins
Carlos Tevez mun líklega ekki spila á HM í sumar
Carlos Tevez mun líklega ekki spila á HM í sumar
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Juventus í Seríu A á Ítalíu, segist hæstánægður með gælunafnið sem fólkið í Argentínu hefur gefið honum.

Tevez, sem hefur verið magnaður frá því hann gekk til liðs við Juventus, mun að öllum líkindum missa af HM sem fram fer í Brasilíu í sumar en hann hefur ekki verið valinn frá því Alejandro Sabella tók við argentínska landsliðinu.

Hann hefur ekki spilað landsleik frá árinu 2011 en á þessari leiktíð hefur hann skorað 18 deildarmörk en þrátt fyrir góðan árangur er ekki laust sæti fyrir hann í argentínska hópnum og virðist öll von úti um að hann spili með liðinu í sumar.

Fólkið í Argentínu styður þó Tevez og vill sjá hann í hópnum en það kallar hann leikmann fólksins.

,,Ég er venjulegur náungi og gef ekki sjálfum mér gælunöfn, svona eins og ,,leikmaður fólksins"," sagði Tevez.

,,Ég er hinsvegar ánægður með fólkið í Argentínu sem kallar mig þetta, því það gerir mikið fyrir mig," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner