Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. apríl 2015 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bakvörður Monaco ánægður að heyra af áhuga Barcelona
Barcelona mun líklega vanta hægri bakvörð í sumar
Barcelona mun líklega vanta hægri bakvörð í sumar
Mynd: Getty Images
Fabinho, leikmaður AS Monaco í Frakklandi, er ánægður með að heyra af áhuga spænska stórliðsins, Barcelona, en hann sagði frá þessu á blaðamannafundi í gær.

Brasilíski hægri bakvörðurinn hefur verið magnaður í liði Monaco frá því hann kom til félagsins frá Rio Ave árið 2013.

Barcelona hefur í hug að bæta hóp sinn í sumar og mun liðið að öllum líkindum missa Dani Alves sem hefur verið lykilmaður í liði Börsunga og er því mikil þörf á hægri bakverði.

Fabinho hefur verið orðaður við Barcelona undanfarnar vikur en hann er ánægður með að heyra af áhuga þeirra.

,,Ég sá þetta í blaðinu að ég væri einn af fimm mögulegum bakvörðum sem Barcelona hefur áhuga á. Ég veit ekki hver framtíð mín er en það er alltaf gott að vera tengdur við Barcelona," sagði Fabinho.
Athugasemdir
banner
banner