Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 15:32
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Falcao byrjar
Fylgst með leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni 16:30 þar sem Chelsea mætir Manchester United.

Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðunni.

Diego Costa er enn fjarri góðu gamni en gæti komið aftur gegn Arsenal í næstu viku. Didier Drogba byrjar í fremstu víglínu.

Louis van Gaal er án Michael Carrick, Daley Blind, Phil Jones og Marcos Rojo. Jonny Evans er í banni. Paddy McNair og Luke Shaw koma inn í liðið.

Radamel Falcao fær tækifæri í byrjunarliðinu sem þýðir að Wayne Rooney verður að öllum líkindum aftar en í síðustu leikjum.

Chelsea hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum gegn United og aðeins fengið tvö mörk á sig.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Zouma, Matic; Oscar, Fàbregas, Hazard; Drogba.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea; Valencia, Smalling, McNair, Shaw; Mata, Rooney, Herrera, Young, Fellaini; Falcao.



Athugasemdir
banner
banner
banner