lau 18. apríl 2015 15:59
Elvar Geir Magnússon
Championship: Jói Berg breytti leiknum fyrir Charlton
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Charlton vann 2-1 sigur gegn Leeds í Championship-deildinni í dag. Leeds skoraði eina markið í fyrri hálfleik en í hlénu kom Jóhann Berg Guðmundsson inn og breytti leiknum Charlton í vil.

Jóhann fær mikið lof á Twitter fyrir innkomu sína en hann lagði upp jöfnunarmarkið og átti svo frábæran sprett sem gerði það að verkum að lið hans fékk vítaspyrnu og tryggði sér stigin þrjú.

Charlton er í tíunda sæti en Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff eru í þrettánda, þeir gerðu markalaust jafntefli í dag og lék Aron allan leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 67. mínútu í jafnteflisleik Bolton.

Watford er í efsta sæti með 86 stig eftir sigur í dag. Bournemouth gerði jafntefli og er með 84 stig eins og Middlesbrough. Norwich er með 82, Derby 76 og Ipswich 75 en þetta eru liðin í sex efstu sætunum. Tvö efstu liðin fara beint upp en næstu fjögur í umspil.

Bournemouth 2 - 2 Sheffield Wed
0-1 Kieran Lee ('36 )
1-1 Yann Kermorgant ('69 )
2-1 Matt Ritchie ('84 )
2-2 Chris Maguire ('90+ , víti)
Rautt spjald: Simon Francis, Bournemouth ('79)

Blackburn 3 - 3 Nott. Forest
1-0 Rudy Gestede ('3 )
1-1 Michail Antonio ('7 )
2-1 Rudy Gestede ('35 )
2-2 Henri Lansbury ('45 )
3-2 Rudy Gestede ('83 )
3-3 Michail Antonio ('88 )

Blackpool 0 - 1 Fulham
0-1 Alex Smith ('8 )

Brentford 2 - 2 Bolton
1-0 Alex Pritchard ('35 )
1-1 Adam Le Fondre ('39 )
2-1 Jonathan Douglas ('42 )
2-2 Mark Davies ('71 )

Cardiff City 0 - 0 Millwall

Charlton Athletic 2 - 1 Leeds
0-0 Billy Sharp ('36 , Misnotað víti)
0-1 Steve Morison ('40 )
1-1 Tony Watt ('74 )
2-1 Yoni Buyens ('79 )

Huddersfield 4 - 4 Derby County
0-1 Thomas Ince ('16 )
1-1 Oscar Gobern ('38 )
2-1 Mark Hudson ('41 )
3-1 Reece James ('45 )
3-2 Simon Dawkins ('52 )
3-3 Jesse Lingard ('61 )
4-3 Nahki Wells ('72 )
4-4 Thomas Ince ('79 )

Watford 1 - 0 Birmingham
1-0 Craig Cathcart ('56 )

Wigan 2 - 1 Brighton
1-0 Tim Chow ('26 )
1-1 Dale Stephens ('55 )
2-1 James Perch ('81 )

Wolves 1 - 1 Ipswich Town
0-1 Richard Stearman ('22 , sjálfsmark)
1-1 Benik Afobe ('50 )
Athugasemdir
banner