banner
   lau 18. apríl 2015 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Express 
Heerenveen fær 20 kassa af bjór fyrir að tapa leiknum
Stuðningsmennirnir mættu með bjórinn á æfingu í gær en Van den Berg er ekki ákveðinn í að standa við sitt.
Stuðningsmennirnir mættu með bjórinn á æfingu í gær en Van den Berg er ekki ákveðinn í að standa við sitt.
Mynd: Twitter
Stuðningsmenn PSV Eindhoven í Hollandi eru svo æstir í að sínir menn vinni Hollandsmeistaratitilinn í dag með sigri á Heerenveen að þeir eru byrjaðir að múta leikmönnum andstæðinganna.

PSV nægir að vinna leik liðanna í dag til að vinna Hollandsmeistaratitilinn en Ajax á enn möguleika að ná þeim að stigum.

Joey van den Berg miðjumaður Heerenveen grínaðist með það fyrr í vikunni að 10 kassar af bjór myndi duga til að lið hans myndi tapa leiknum.

Stuðningsmenn PSV litu ekki á þetta sem grín og mættu svo á æfingasvæði PSV í gær með tvöfaldan skammt, 20 kassa af Bavaria bjór til að færa leikmönnum Heerenveen.

Van den Berg virðist reyndar ekki vera viss um að hann sé maður orða sinna því við etta tilefni sagði hann við Heerenveen TV: ,,Reyndar er ég enn að bíða eftir tilboði frá Ajax en það er ekki komið ennþá!"

Tilboðið frá Ajax barst svo rétt fyrir hádegið þegar stór vöruflutningabíll frá Amstel mætti fyrir utan heimavöll Heereveen fullur af bjór en mynd af honum má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner