Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. apríl 2015 20:21
Hafliði Breiðfjörð
Holland: PSV Eindhoven meistari í 22. sinn
PSV Eindhoven er Hollandsmeistari.
PSV Eindhoven er Hollandsmeistari.
Mynd: EPA
PSV Eindhoven varð í kvöld Hollandsmeistari í 22. sinn með því að vinna 4-1 sigur á Heerenveen.

Þetta var í fyrsta sinn í sjö tímabil sem PSV Eindhoven vinnur titilinn en með sigrinum í dag fóru þeir í 79 stig í deildinni og þar með ljóst að Ajax sem er í öðru sætinu á ekki kost á að ná þeim að stigum. Ajax hefur unnið Hollandsmeistaratitilnn undanfarnar fjórar leiktíðir.

Luuk de Jong skoraði með skalla í byrjun leiksins í dag og eftir það var eftirleikurinn auðveldur.

Memphis Depay markahæsti leikmaður deildarinnar bætti við marki úr aukaspyrnu, sitt 20. mark á tímabilinu. Joeyvan den Berg minnkaði muninn fyrir Heerenveen áður en De Jong skoraði aftur og Luciano Narsingh kláraði dæmið svo endanlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner