Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 18:44
Elvar Geir Magnússon
John Terry: Ánægðir með að Rooney var á miðjunni
Miðverðirnir John Terry og Gary Cahill.
Miðverðirnir John Terry og Gary Cahill.
Mynd: Getty Images
„Við höfum ekki verið að spila vel að undanförnu en höfum náð að knýja fram réttu úrslitin og við gerðum það aftur," sagði John Terry, besti maður vallarins þegar Chelsea vann 1-0 sigur gegn Manchester United.

„Þetta var ansi stór sigur yrir okkur og það er frábært að ná honum áður en við mætum Arsenal í næstu viku. United stýrði leiknum betur en við."

„Við vorum ánægðir með að sjá Wayne Rooney á miðjunni. Magnaður leikmaður og þvílík ógn í hlutverkinu bak við sóknarmanninn."

„Frammistaða okkar hefur dalað en við erum að ná úrslitum og það gera góð lið. Það eru fjögur ár síðan við unnum deildina og við erum ákveðnir í að endurtaka leikinn. Það er ekkert í húsi þó enn."

Eden Hazard skoraði eina mark leiksins og hafði þetta að segja:

„Þetta var erfiður leikur. Þeir voru góðir og við vorum heppnir að skora í fyrri hálfleik. Það er mitt starf að skapa færi og búa til mörk. Það tókst í dag," sagði Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner