lau 18. apríl 2015 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Ægis 
Landsliðsmaður í Ægi (Staðfest)
Frá undirskrift Brentton Muhammad við Ægi.
Frá undirskrift Brentton Muhammad við Ægi.
Mynd: Vefur Ægis
2. deildar lið Ægis tilkynnti á vef sínum í dag að félagið hafi náð samkomulagi við landsliðsmarkvörð Antigua and Barbuda um að spila með liðinu í sumar.

Leikmaðurinn heitir Brentton Muhammad. Hann er 24 ára gamall og er frá London á Englandi þar sem hann spilaði á sínum tíma með yngri liðum ýmissa félaga.

Undanfarin 4 ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og hlotið margar viðurkenningar. Hann er líka í landsliði Antigua and Barbuda sem er eyja í Karabíska hafinu þar sem íbúafjöldinn er ríflega 80 þúsund.

,,Ægir bindur mikla vonir við að Brentton muni efla lið meistarflokks mikið fyrir átök sumarins og bjóðum hann velkominn til okkarl," segir á vef félagsins.

Liðið leikur gegn Sindra í dag og fer leikurinn fram á Selfossvelli. Flautað verður til leiks kl. 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner