Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2015 12:18
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Rooney gæti verið djúpur á miðjunni í dag
Wayne Rooney er klár í slaginn gegn Chelsea í dag.
Wayne Rooney er klár í slaginn gegn Chelsea í dag.
Mynd: EPA
Wayne Rooney gæti spilað sem djúpur miðjumaður í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið mætir Manchester United á Stamford Bridge.

Michael Carrick og Daley Blind eru báðir meiddir og þá vantar mann til að leysa þessa stöðu. Því ætlar Louis van Gaal knattspyrnustjóri að fá Rooney aftar á völlinn.

,,Blind og Carrick geta spilað þessa djúpu miðjustöðu," sagði Van Gaal í gær. ,,Ég á engan annan möguleika en að spila Wayne Rooney aftur í þessari stöðu svo ég þarf að púsla þessu mikið saman."

Gengi Man Utd hefur breyst mikið til batnaðar eftir að Rooney fór framar á völlinn en þar sem Blind og Carrick meiddust í grannaslagnum gegn Man City þarf Van Gaal að breyta liðinu.

Varnarmennirnir Marcos Rojo, Phil Jones og Jonny Evans eru líka frá keppni en Paddy McNair eða Tyler Blackett gætu spilað í miðri vörninni með Chris Smalling. Robin van Persie hefur hafið æfingar að nýju eftir nærri tvo mánuði frá vegna meiðsla og gæti verið með í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner