lau 18. apríl 2015 19:59
Hafliði Breiðfjörð
Spánn: Ronaldo kominn með 50. markið í sigurleik
Ronaldo í leiknum í kvöld.
Ronaldo í leiknum í kvöld.
Mynd: EPA
Real Madrid 3 - 1 Malaga
1-0 Sergio Ramos ('24 )
1-0 Cristiano Ronaldo ('67 , Misnotað víti)
2-0 James Rodriguez ('69 )
2-1 Juanmi ('71 )
3-1 Cristiano Ronaldo ('90 )

Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu en náði svo í lokina að skora sitt 50. mark á tímabilinu þegar Real Madrid vann 3-1 sigur á Malaga í spænsku deildnni í kvöld.

Sergio Ramos kom Real yfir með marki af stuttu færi í kjölfar aukaspyrnu Ronaldo um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik 1-0.

Ronaldo fékk svo tækifæri til að bæta við öðru marki á 67. mínútu en skaut í stöng úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir brot á James Rodriguez.

James skoraði svo annað markið tveimur mínútum síðar eftir góða sókn Real. Tveimur mínútum eftir það minnkaði Juanmi muninn fyrir Malaga.

Það var svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma að Ronaldo skoraði markið sem gulltryggði sigurinn og varð hans 50. mark á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner