Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. apríl 2018 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Chris Hughton: Skref í rétta átt
Mynd: Getty Images
Chris Hughton knattspyrnustjóri Brighton var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í gærkvöldi en þeir mættu þá Tottenham, en niðurstaðan var 1-1 jafntefli.

„Þetta var klárlega skref í rétta átt, og það sem ég var mest ánægður með í kvöld var karakt­er­inn hjá liðinu. Hvernig þeir brugðust við eftir að hafa fengið á sig markið var frábært."

„Á móti þessum stóru liðum verður maður að gefa allt í þetta því ef þú gerir það ekki þá getur þetta endað illa," sagði Hughton.

Brighton er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig, átta stigum frá fallsæti. Næst á dagskrá hjá þeim er að heimsækja Burnley þann 28. apríl í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner