Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. apríl 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Hörður Björgvin velur sitt lið
Lið Harðar.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Harðar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi er fyrirliði hjá Herði.
Sölvi er fyrirliði hjá Herði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og skráningum rignir inn í leikinn.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er klár með sitt lið fyrir sumarið. Hann stillir upp í 4-4-2. Kíkjum á liðið.

Gunnleifur V. Gunnleifsson (Breiðablik)
Gulli er ekki að fara að klikka í sumar. Hann heldur utan um þetta Blikalið og það er kominn léttur Buffon fílingur í hann. Hann eldist eins og gott rauðvín sem verður mikilvægt fyrir Blika. Hann raðar inn stigum í þessari deild.

Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Hjörtur er kominn aftur í Hafnarfjörðinn og FH-ingar ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni við Val um titilinn. Hann á eftir að ná nokkrar stoðsendingar, kemur með mikla reynslu inn í þetta FH-lið sem verður rosalegt undir Óla Kri.

Sölvi Geir Ottesen (Víkingur R.)
Sölvi er fyrirliði FC Súler, það segir sig svolítið sjálft. Á eftir að fá mikinn hausverk í sumar við að éta alla þessa skallabolta. Myndi ekki nenna að mæta honum í þessari deild.

Björn Berg Bryde (Grindavík)
Bjössi Berg er vél. Late bloomer og á eftir að vera með bestu varnarmönnum deildarinnar í ár. Get kvittað fyrir það.

Birkir Már Sævarsson (Valur)
Þetta er líklega maðurinn sem á eftir að vera maðurinn á bakvið Backtoback Íslandsmeistaratitil Valsara. Stoðsendingar, mörk og allur pakkinn frá honum. Svo tekur hann létta pásu frá Pepsi og skellir sér á HM.

Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stuðullinn er ekkert svakalega hár á að hann verði MVP Pepsi-deildarinnar. Hefur verið svakalegur á undirbúningstímabilinu og lyftir dollu í sumar. Hann verður allt í öllu.

Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Var rosalegur í fyrra þrátt fyrir ungan aldur. Það er svakaleg framtíð í honum og nú mætir hann reynslunni ríkari og verður mikilvægur fyrir Stjörnuna.

Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Risastórt fyrir Blika að fá hann heim frá Noregi. Hann vill gera mjög vel og mæta í gírnum aftur út til Noregs. Þannig hann verður í sínu besta formi það er á hreinu.

Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Einn mest spennandi leikmaðurinn í deildinni. Hann er með tækni, hraða og geggjaðan skotfót. Hann á eftir að dæla boltum á Tóta ásamt því að skora nokkur sjálfur.

Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Ég er alltaf með Tóta í liðinu. Hann er framherji sem öll lið hræðast. Raðar inn mörkum eins og öll sumur, hef litlar áhyggjur af honum.

Tobias Thomsen (Valur)
Leit vel út með KR-ingum síðasta sumar og verður enn betri þetta sumarið. Kæmi ekki á óvart ef hann endar markahæstur í deildinni.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Lucas Arnold velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner