Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. apríl 2018 20:46
Ingólfur Stefánsson
England: United ekki í vandræðum með Bournemouth
Mynd: Getty Images
Bournemouth 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Chris Smalling ('28 )
0-2 Romelu Lukaku ('70 )

Manchester United og Bournemouth mættust í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

United töpuðu óvænt gegn botnliði WBA um síðustu helgi sem gerði það að verkum að nágrannarnir í Manchester City unnu Englandsmeistaratitilinn.

Eftir rólegar upphafsmínútur braut Chris Smalling ísinn með marki eftir sendingu frá Jesse Lingard. Ander Herrera átti góða sendingu inn fyrir vörn Bournemouth á Lingard sem lagði hann á Smalling og eftirleikurinn var auðveldur fyrir varnarmanninn.

Smalling hefur nú skorað í þremur útileikjum í röð fyrir Manchester United.

Callum Wilson vildi fá vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en hann vildi meina að Luke Shaw hefði brotið á sér en dómarinn dæmdi ekkert.

Romelu Lukaku var á bekknum hjá United í kvöld en hann kom inná sem varamaður fyrir Jesse Lingard eftir rúman klukkutíma leik.

Það tók sóknarmanninn um 7 mínútur að gera útaf við leikinn þegar hann skoraði eftir sendingu frá Paul Pogba. Frábær samvinna hjá þeim félögum. Lukaku hefur nú skorað 7 mörk í 6 leikjum gegn Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner