Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. apríl 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Grínið um markið truflar ekki Harry Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, segir að það trufli sig ekki neitt að fólk geri grín að því að hann hafi fengið mark gegn Stoke skráð á sig á dögunum.

Christian Eriksen átti aukaspyrnu sem fór í netið gegn Stoke en Kane fékk markið skráð á sig eftir ósk frá Tottenham þess efnis. Kane segist hafa náð að snerta boltann áður en hann fór í markið.

„Fólk hoppar á vagninn og gerir grín á samfélagsmiðlum. En starf mig snýst um að standa mig á vellinum með liðinu og leggja hart að mér," sagði Kane.

„Fólk getur haft sína skoðun og það truflar mig ekki neitt. Sumt fólk getur hlegið að þessu en ég einbeiti mér bara að mínu starfi."

Kane er fjórum stigum á eftir Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um markakóngstitilinn á Englandi.

„Það eru ennþá leikir eftir og við sjáum hvað gerist. Salah hefur staðið sig vel en við eigum báðir fjóra leiki eftir svo við verðum að bíða og sjá," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner