Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. apríl 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Harry Maguire er ekki til sölu"
Mynd: Getty Images
Manchester United, Man City, Arsenal og Tottenham eru sögð vera með tilboð í vændum fyrir Leicester, tilboð ætluð miðverðinum sterka Harry Maguire.

Maguire var keyptur til Leicester í fyrra, frá Hull City fyrir 17 milljónir punda.

Maguire hefur átt flott tímabil og verið einn besti leikmaður Leicester. Hann verður væntanlega í HM-hópi Englands og mögulega byrjunarliðsmaður þar.

Slúðurblöðin á Englandi hafa fjallað nokkuð mikið um Maguire að undanförnu og hefur Manchester United aðallega verið nefndur sem næsti áfangastaður hans. Claude Puel, stjóri Leicester, ætlar hins vegar ekki að missa Maguire.

„Harry er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og ég vil byggja lið mitt í kringum hann," sagði Puel.

„Þetta eru bara sögusagnir. Hann er ekki til sölu."



Athugasemdir
banner
banner
banner