mið 18. apríl 2018 19:41
Ingólfur Stefánsson
Holland: Ótrúlegar lokamínútur hjá Ögmundi - Albert spilaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður í 2-2 jafntefli Hollandsmeistara PSV Eindhoven gegn Roda í hollensku deildinni í dag.

PSV tryggðu sér meistaratitilinn í Hollandi með öruggum sigri á Ajax um síðustu helgi en lentu í erfiðleikum gegn botnbaráttuliði Roda.

Albert kom inná sem varamaður í stöðunni 2-1 fyrir Roda en Jorrit Hendrix jafnaði metinn fyrir PSV í lok leiksins.

Ögmundur Kristinsson stóð í marki Excelsior sem töpuðu á ótrúlegan hátt niður 2-0 forskoti gegn Heracles.

Excelsior voru manni fleiri og með tveggja marka forskot á 90. mínútu en tvö mörk frá Jamairo Monteiro í blálokin tryggðu Heracles ótrúlegt 2-2 jafntefli.

Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Willem II í 5-1 tapi gegn Feyenoord.

Willem II er í 14. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner