Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. apríl 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Kaka kennir Mourinho um erfiða tíma hjá Real
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Kaka var einn besti fótboltamaður heims á sínum tíma. Hann vann Gullknöttinn sem leikmaður AC Milan en ferill hans fór niður á við eftir að hann gekk til liðs við Real Madrid.

Kaka sem lagði skóna á hilluna í desember á síðasta ári fór frá AC Milan til Real fyrir 56 milljónir punda sumarið 2009. Hann heillaði á sínu fyrsta tímabili undir Manuel Pellegrini en hlutirnir gengu ekki eins vel eftir að Jose Mourinho tók við liðinu.

„Ég náði ekki að gefa Real það sama og ég gaf Milan. Ég var gjörsamlega týndur."

„Mourinho var erfiður. Við vorum báðir atvinnumenn og höguðum okkur þannig en samband okkar var samt flókið. Ég náði aldrei að sanna mig fyrir honum."

„Ég æfði mikið, barðist og bað til Guðs en á endanum áttaði ég mig á því að ég gat ekki unnið með honum."


Kaka og Mourinho yfirgáfu Real Madrid báðir sumarið 2013. Mourinho sneri aftur til Chelsea og Kaka til AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner