Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. apríl 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Læknir Argentínu: Held að Aguero verði ekki 100% gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
Homero D'Agostino, læknir argentínska landsliðsins, telur að Sergio Aguero verði ekki kominn aftur í sitt besta form fyrir leikinn gegn Íslandi á HM þann 16. júní.

Aguero fór í gær í aðgerð í Barcelona vegna hnémeiðsla en hann hefur ekkert byrjað leik síðan 4. mars síðastliðinn.

Ljóst er að Aguero verður frá keppni út tímabilið með City en hann ætti að ná að fara með Argentínu á HM. D'Agostino hefur þó áhyggjur af standinu á honum fyrir leikinn gegn Íslandi.

„Endurhæfingin tekur að minnsta kosti fimm vikur. Þegar leikmenn hafa áður meiðst þá er endurhæfningin ekki eins fljót og maður myndi vilja. Hún tekur aldrei styttri tíma en þrjár eða fjórar vikur," sagði D'Agostino.

„Ég held að hann mæti ekki 100% klár miða við þann takmarkaða tíma sem við höfum fram að HM. Meiðslin eru eins og þau eru. Hann getur reynt en ég held að hann mæti ekki 100%."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner