mið 18. apríl 2018 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
M'Vila útilokar ekki endurkomu í enska boltann
Mynd: Getty Images
Frakkinn Yann M'Vila sem lék með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni tímabiliði 2015-2016 útilokar ekki endurkomu í enska boltann og segist hafa notið þess að hafa spilað á Englandi á sínum tíma.

Hann lék á láni hjá Sunderland en hann var í eigu Rubin Kazan í Rússlandi. M'Vila skrifaði undir samning við Saint-Etienne í Frakklandi í janúar en útilokar engu að síður ekki endurkomu í enska boltann í sumar.

„Ég er einungis 27 ára, ég er samningsbundinn Saint-Etienne þar til ársins 2019. Ég er mjög ánægður hérna og einbeiti mér bara að fótboltanum, umboðsmaðurinn minn getur séð um önnur mál," sagði M'Vila.

„Ég átti frábært ár hjá Sunderland, enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og ég sé enga ástæðu til þess að útiloka endurkomu í enska boltann. Aðeins guð veit það hvort ég verði hjá Saint-Etienne á næsta tímabili. Í augnablikinu er ég ekki sjálfur viss."
Athugasemdir
banner
banner