Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. apríl 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Man City vilja Fred
Powerade
Fred í enska boltann?
Fred í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Dortmund vill halda honum.
Dortmund vill halda honum.
Mynd: Getty Images
Darmian saknar Ítalíu.
Darmian saknar Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Síðasti vetrardagur býður upp á vænan og skemmtilegan slúðurpakka. BBC tók saman.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá brasilíska miðjumanninn Fred frá Shaktar Donetsk til að koma í stað Paul Pogba. Samskipti Mourinho og Pogba eru sögð vera erfið. Manchester City hefur einnig áhuga á Brasilíumanninum sem er 24 ára. (Mirror)

Real Madrid hefur áhuga á Pogba (25) en forsetinn Florentino Perez vill ekki fá hann nema hann lækki launakröfur sínar og verði öflugur með Frakklandi á HM í Rússlandi. (Express)

Manchester City setur stefnuna á að fá franska sóknarmanninn Kylian Mbappe (19) frá Paris St-Germain og miðjumanninn spænska Thiago Alcantara (27) frá Bayern München á Etihad leikvanginn í sumar. (Sky Sports)

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á enska miðjumanninum James Maddison (21) hjá Norwich. Tottenham, Arsenal, Everton og Manchester City eru þar á meðal. (Telegraph)

Borussia Dortmund vill kaupa belgíska sóknarmanninn Michy Batshuayi (24) sem er hjá félaginu á lánssamningi frá Chelsea. Batshuay hefur staðið sig vel í Þýskalandi en spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla. Chelsea vill fá í kringum 50 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Evening Standard)

Chelsea vill kaupa miðjumanninn Jean Michael Seri (26) frá Nice í Frakklandi fyrir 35 milljónir punda. Fílabeinsstrendingurinn vill bíða og sjá hver verði næsti stjóri Chelsea. (Mirror)

Framtíð Luke Shaw (22) hjá Manchester United er í óvissu. Vinstri bakvörðurinn ætlar að skoða stöðu sína í lok tímabils en samband hans og Jose Mourinho hefur verið sveiflukennt. (ESPN)

Liverpool og Tottenham eru meðal úrvalsdeildarfélaga sem sendu njósnara til að fylgjast með serbneska vængmanninum Andrija Zivkovic (21) spila með Benfica gegn Porto í portúgölsku deildinni síðasta sunnudag. (Sun)

Huddersfield mun bjóða David Wagner (46) nýjan og endurbættan tveggja ára samning. Wagner hefur verið orðaður við endurkomu til Borussia Dortmund. (Sun)

Southampton vill fá Keiren Westwood (33) markvörð Sheffield Wednesday til að fylla skarð Fraser Forster (30) sem yfirgefur líklega Dýrlingana í sumar. Celtic og Leeds hafa einnig áhuga á Westwood sem er írskur landsliðsmaður. (Sun)

Fulham mun bjóða Slavisa Jokanovic nýjan samning eftir tímabilið. (Evening Standard)

Matteo Damian (28), varnarmaður Manchester United, segist sakna Ítalíu og sé ánægður með að Juventus hafi áhuga á sér. (Sky Sports Italia)

Kínversku félögin Tianjin Quanjian og Chongqing Dangdai reyna að fá Andrés Iniesta (33), miðjumann Barcelona og Spánar. (Mirror)

Venesúelamaðurinn Yangel Herrera (20) segist tilbúinn í evrópska boltann. Hann er á láni frá Manchester City hjá systurfélaginu New York City FC i Bandaríkjunum. (AS)

Yann M'Vila (27) útilokar ekki að yfirgefa Saint-Etienne. Franski miðjumaðurinn er opinn fyrir endurkomu í ensku úrvalsdeildina en þar lék hann á lánssamningi fyrir Sunderland. (SFR Sport)

West Ham ætlar að reyna að fá sóknarmiðjumanninn Luke Thomas (19) frá Debry County. (Gloucester Live)

Búist er við því að Jack Grealish (22) miðjumaður Aston Villa skipti um vinnuveitendur ef Villa kemst ekki upp í úrvalsdeildina. Leicester City vill fá leikmanninn. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner