Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. apríl 2018 09:32
Elvar Geir Magnússon
Neymar hélt fréttamannafund - Bjartsýnn á að spila á HM
Neymar (fyrir miðju) hefur skorað 25 mörk fyrir PSG á tímabilinu.
Neymar (fyrir miðju) hefur skorað 25 mörk fyrir PSG á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Neymar, skærasta stjarna brasilíska landsliðsins, er bjartsýnn á að verða klár fyrir HM í Rússlandi. Neymar, sem spilar með PSG, þurfti að fara í aðgerð eftir fótbrot í frönskum deildarleik í febrúar.

Hann hélt fréttamannafund þar sem hann mætti á hækjum og með hlífðarfót. Hann segist snúa aftur til æfinga þann 17. maí.

Fyrsti leikur Brasilíu á HM í Rússlandi verður gegn Sviss þann 17. júní.

„Ég vonast til að mæta á HM í frábæru standi. Ég fór í skoðun í síðustu viku og allt er á áætlun. Ég er í meðhöndlun á hverjum degi. Draumurinn er framundan. Þetta er HM. Ég hef beðið í fjögur ár eftir þessu tækifæri," sagði Neymar á fréttamannafundinum í Brasilíu.

Neymar lék með Brasilíu á HM 2014 en missti af undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi eins og frægt er. Þýskaland vann leikinn 7-1.

Brasilía er líkleg til afreka á HM í Rússlandi en auk þess að vera með Sviss í riðli eru Kosta Ríka og Serbía í E-riðlinum.

„Auðvitað hafa komið upp stundir í þessu ferli sem ég hef efast. Það er eðilegt fyrir náunga sem hefur farið í sína fyrstu aðgerð á ferlinum. Það er erfitt fyrir mig að vera hvorki að spila né æfa. En ég verð að vera bjartsýnn," sagði Neymar.


Athugasemdir
banner
banner