mið 18. apríl 2018 16:58
Elvar Geir Magnússon
Óli Palli telur sig vera að landa áhugaverðum Svía
Valmir Berisha.
Valmir Berisha.
Mynd: Getty Images
Fjölnismenn eru nálægt því að semja við sænskan framherja, Valmir Berisha heitir hann og er 21 árs.

Þetta sagði þjálfari Fjölnis, Ólafur Páll Snorrason, í samtali við Akraborgina á X977.

Ólafur sagðist þar þurfa að bæta við sig leikmanni og telur að gengið verði frá félagaskiptum Berisha í vikunni.

„Þetta er ungur leikmaður sem þarf að halda utan um og byggja upp. Ég tel mig geta það og vil fá hann," sagði Ólafur í viðtali við Hjört Hjartarson.

Berisha var markahæstur á HMU17 þegar sænska liðið fékk bronsið 2013. Hann fékk í kjölfarið samning við Roma en lék ekki fyrir liðið. Meistaraflokksferill hans hefur ekki náðst á flug.

Hann lék síðast fyrir Álasund í Noregi en náði ekki að skora í 23 leikjum í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Fjölnismenn hefja leik í Pepsi-deildinni þann 28. apríl þegar þeir mæta KA en leikurinn verður í Egilshöllinni þar sem aðalvöllur félagsins er ekki í góðu standi.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net 6. sæti - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner