Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. apríl 2018 09:39
Elvar Geir Magnússon
Opinbert lið ársins í ensku deildinni - Fimm frá Man City
Aguero er í fyrsta sinn í liði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni!
Aguero er í fyrsta sinn í liði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni!
Mynd: Getty Images
Verður Salah leikmaður ársins?
Verður Salah leikmaður ársins?
Mynd: Getty Images
Opinbert úrvalslið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefur verið gefið út. Englandsmeistarar Manchester City eiga fimm fulltrúa í liðinu.

Þar á meðal er Sergio Aguero en ótrúleg staðreynd: Þetta er í fyrsta sinn sem Argentínumaðurinn er í liði ársins!

Tottenham, Chelsea, Liverpool og Manchester United eiga einnig fulltrúa í liðinu.


Haldið verður veglegt hóf í London á sunnudagskvöld þar sem leikmenn í liði ársins fá verðlaunagripi. Þá verða einnig fleiri verðlaun veitt, þar á meðal leikmaður ársins. Kevin De Bruyne hjá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool eru taldir sigurstranglegastir.

Lið ársins:
GK | David De Gea
RB | Kyle Walker
CB | Jan Vertonghen
CB | Nicolás Otamendi
LB | Marcos Alonso
MID | David Silva
MID | Kevin De Bruyne
MID | Christian Eriksen
FWD | Harry Kane
FWD | Mohamed Salah
FWD | Sergio Aguero
Athugasemdir
banner
banner