Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. apríl 2018 15:45
Elvar Geir Magnússon
Sarri sagður færast nær Chelsea
Sarri með sígarettu.
Sarri með sígarettu.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Napoli, færist nær því að taka við Chelsea samkvæmt frétt Mirror.

Þessi 59 ára stjóri hefur talað um að hann vilji taka nýtt skref í sumar en hann hefur gert flotta hluti hjá Napoli.

Allt bendir til þess að Antonio Conte hætti sem stjóri Chelsea eftir tímabilið en samband hans og æðstu manna félagsins er erfitt. Eftir Englandsmeistaratitilinn í fyrra hefur tímabilið verið erfitt fyrir bláliða.

Auk Sarri hafa Max Allegri, stjóri Juventus, og Luis Enrique, þjálfari Barcelona, verið orðaðir við starfið.

Þess má geta að Conte sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og roðnaði ansi mikið þegar síminn hans hringdi á miðjum fundi. Eiginkona hans var að slá á þráðinn.

„Alltaf á röngum augnablikum! Þið megið sekta mig. Ég yrði pirraður ef það sama myndi gerast hjá ykkur blaðamönnum!" sagði Conte en atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner