Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. apríl 2018 09:57
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu Jimmy Kimmel ræða við Zlatan - „HM án Zlatan er ekki HM"
Zlatan tók sig vel út í sófanum. Auðvitað.
Zlatan tók sig vel út í sófanum. Auðvitað.
Mynd: Jimmy Kimmel - Skjáskot
„HM án mín væri ekki HM," sagði Zlatan Ibrahimovic við bandaríska spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel.

Zlatan gaf það út á dögunum að hann hyggðist gefa kost á sér í sænska landsliðið fyrir HM í Rússlandi og staðfesti þær fyriráætlanir í viðtalinu við Kimmel.

„Ég fer á HM, ég segi ekki meira," sagði þessi fyrrum leikmaður Manchester United en hann spilar nú fyrir LA Galaxy í bandarísku deildinni.

Zlatan er 36 ára en hann hefur skorað 62 mörk í 116 leikjum fyrir Svíþjóð á árunum 2001-2016.

Viðtalið við Jimmy Kimmel má sjá hér að neðan. Að sjálfsögðu er Zlatan fullur sjálfstrausts og kemur með skemmtilega gullmola. Þá neitar hann að tala um fótbolta sem „soccer" eins og íþróttin kallast á bandarískri tungu.


Athugasemdir
banner