mið 18. apríl 2018 21:00
Elvar Geir Magnússon
Telegraph valdi enska landsliðshópinn fyrir HM
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sérfræðingar Telegraph birtu í dag ágiskun á vali á 23 manna hópi enska landsliðsins sem fer á HM. Þeir reyndu að lesa huga gareth Southgate landsliðsþjálfara.

Niðurstaðan var þessi 23 manna hópur:

Markverðir: Jordan Pickford, Jack Butland, Joe Hart

Varnarmenn: Kyle Walker, Kieran Trippier, Ryan Bertrand, Danny Rose, Eric Dier, John Stones, Phil Jones, Harry Maguire

Miðjumenn: Jordan Henderson, Jack Wilshere, Alex Oxlade-Chamberlain, Dele Alli, Raheem Sterling, Jesse Lingard, Fabian Delph, Ashley Young

Sóknarmenn: Harry Kane, Jamie Vardy, Marcus Rashford, Danny Welbeck

Sjö sem rétt misstu af sæti í hópnum: Adam Lallana, Michael Keane, Jake Livermore, Alfie Mawson, Gary Cahill, Joe Gomez, Nick Pope.

Þrátt fyrir slakt tímabil telur Telegraph að Southgate muni vega reynslu Joe Hart það þungt að hann verði valinn i hópinn frekar en Pope.

Danny Welbeck hefur verið á fínu skriði með Arsenal og Ashley Young hefur nýst Manchester United mjög vel sem vinstri bakvörður svo báðir komast að. Þá kemst Jack Wilshere einnig í hóp Telegraph.

Harry Maguire hefur leikið vel fyrir Leicester og þá er Phil Jones valinn en með þeim formerkjum að hann verði heill.

Meðal leikmanna sem eru nefndir yfir þá sem eiga enn möguleika þó þeir séu nokkuð fjarlægir eru Tom Heaton, Luke Shaw, Trent Alexander-Arnold, Chris Smalling, Danny Drinkwater og Daniel Sturridge.

Smelltu hér til að lesa úttekt Telegraph.
Athugasemdir
banner
banner
banner