Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 18. apríl 2018 11:40
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Emils rekinn í kvöld?
Massimo Oddo.
Massimo Oddo.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Udinese hafi rætt við Andrea Stramaccioni og að félagið sé að íhuga þjálfaraskipti.

Starf Massimo Oddo hangir á bláþræði eftir níu tapleiki í röð. Oddo, sem er fyrrum varnarmaður Milan, gæti fengið sparkið ef leikur gegn Napoli tapast í kvöld.

Udinese er sex stigum frá fallsæti og þrátt fyrir að starf hans sé í hættu hefur Oddo talað um að hann ætli að hvíla einhverja menn því hann er að horfa til „sex stiga slags" gegn Crotone um næstu helgi. Crotone er í fallsæti en stöðuna í A-deildinni ítölsku má sjá hér fyrir neðan.

Stramaccioni var rekinn frá Sparta Prag fyrr á þessu ári en þessi fyrrum þjálfari Inter stýrði Udinese 2014–2015.

Emil Hallfreðsson spilar fyrir Udinese en hefur ekki fengið margar mínútur síðustu mánuði.

Smelltu hér til að sjá leiki kvöldsins á Ítalíu
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner