mið 18. apríl 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Walker segir Englendinga þurfa kraftaverk til að vinna HM
Walker í leiknum gegn Íslandi
Walker í leiknum gegn Íslandi
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, bakvörður Manchester City og Englands, segir að Englendingar þurfi á kraftaverki að halda til þess að sigra Heimsmeistarakeppnina í Rússlandi næsta sumar.

Walker var valinn í lið ársins á Englandi eftir góða frammistöðu með Englandsmeisturum Manchester City, hann var einnig hluti af enska landsliðinu sem tapaði ekki leik í undankeppni HM.

Þessi 27 ára leikmaður spilaði á Evrópumótinu árið 2016 þegar liðið datt eftirminnilega úr leik gegn Íslandi. Walker telur að hvorki leikmenn liðsins né þjálfarinn hafi nægilega reynslu til þess að hægt sé að ætlast til þess að liðið geri stóra hluti á HM.

„Ég vona að við náum eins langt og hægt er á mótinu en við þurfum að vera raunsæ."

„Það væri kraftaverk að sigra mótið og við höfum nægilega góða leikmenn til þess. En okkur skortir reynsluna. Það eru mörg góð lið þarna og árangur okkar á stórmótum er ekki nógu góður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner