Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 18. maí 2013 19:22
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Æfum á sparkvelli því völlurinn var ekki mokaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson var mjög ánægður með að hafa náð í stig á Leiknisvelli í dag. Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli. Leiknir er með tvö stig eftir tvær umferðir en KF eitt.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 KF

„Við komum hingað til að ná í stig með þann möguleika að taka öll stigin með skyndisóknum. En við förum sáttir með stig frá útivelli."

„Þeir voru ekkert að skapa og þegar ég lít til baka held ég að við höfum átt hættulegri færi ef eitthvað var. Við vorum að verjast í 90 mínútur og þeir voru með boltann nánast allan tímann. Það er mikilvægt að fá fyrsta stigið og nú vantar okkur bara 23," sagði Lárus kíminn,

Aðstæðurnar sem KF æfir við eru ekki boðlegar liði í 1. deild.

„Þetta er mjög erfitt. Það er ekki lengur snjór á Ólafsfjarðarvelli en langt í að hann verði tilbúinn. Undanfarin ár höfum við byrjað að æfa á Siglufjarðarvelli. Einhverra hluta vegna var hann ekki mokaður og nú ertu tveggja metra stórir skaflar á honum. Það er skrítið að völlurinn hafi ekki verið mokaður því KF bað sveitastjórnina margoft um að moka völlinn. Það er ekki verið að henda miklum peningum í íþróttaaðstöðuna þarna og lágmark að völlurinn sé mokaður."

„Við æfum á sparkvelli. Það er sparkvöllur á Ólafsfirði og við æfum á honum. Það er enn heillangt í að við komumst í almennilega æfingaaðstöðu og ég veit ekki hvenær við getum spilað okkar fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner