Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   lau 18. maí 2013 19:22
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Æfum á sparkvelli því völlurinn var ekki mokaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson var mjög ánægður með að hafa náð í stig á Leiknisvelli í dag. Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli. Leiknir er með tvö stig eftir tvær umferðir en KF eitt.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 KF

„Við komum hingað til að ná í stig með þann möguleika að taka öll stigin með skyndisóknum. En við förum sáttir með stig frá útivelli."

„Þeir voru ekkert að skapa og þegar ég lít til baka held ég að við höfum átt hættulegri færi ef eitthvað var. Við vorum að verjast í 90 mínútur og þeir voru með boltann nánast allan tímann. Það er mikilvægt að fá fyrsta stigið og nú vantar okkur bara 23," sagði Lárus kíminn,

Aðstæðurnar sem KF æfir við eru ekki boðlegar liði í 1. deild.

„Þetta er mjög erfitt. Það er ekki lengur snjór á Ólafsfjarðarvelli en langt í að hann verði tilbúinn. Undanfarin ár höfum við byrjað að æfa á Siglufjarðarvelli. Einhverra hluta vegna var hann ekki mokaður og nú ertu tveggja metra stórir skaflar á honum. Það er skrítið að völlurinn hafi ekki verið mokaður því KF bað sveitastjórnina margoft um að moka völlinn. Það er ekki verið að henda miklum peningum í íþróttaaðstöðuna þarna og lágmark að völlurinn sé mokaður."

„Við æfum á sparkvelli. Það er sparkvöllur á Ólafsfirði og við æfum á honum. Það er enn heillangt í að við komumst í almennilega æfingaaðstöðu og ég veit ekki hvenær við getum spilað okkar fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner