Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
   lau 18. maí 2013 19:22
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Æfum á sparkvelli því völlurinn var ekki mokaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson var mjög ánægður með að hafa náð í stig á Leiknisvelli í dag. Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli. Leiknir er með tvö stig eftir tvær umferðir en KF eitt.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 KF

„Við komum hingað til að ná í stig með þann möguleika að taka öll stigin með skyndisóknum. En við förum sáttir með stig frá útivelli."

„Þeir voru ekkert að skapa og þegar ég lít til baka held ég að við höfum átt hættulegri færi ef eitthvað var. Við vorum að verjast í 90 mínútur og þeir voru með boltann nánast allan tímann. Það er mikilvægt að fá fyrsta stigið og nú vantar okkur bara 23," sagði Lárus kíminn,

Aðstæðurnar sem KF æfir við eru ekki boðlegar liði í 1. deild.

„Þetta er mjög erfitt. Það er ekki lengur snjór á Ólafsfjarðarvelli en langt í að hann verði tilbúinn. Undanfarin ár höfum við byrjað að æfa á Siglufjarðarvelli. Einhverra hluta vegna var hann ekki mokaður og nú ertu tveggja metra stórir skaflar á honum. Það er skrítið að völlurinn hafi ekki verið mokaður því KF bað sveitastjórnina margoft um að moka völlinn. Það er ekki verið að henda miklum peningum í íþróttaaðstöðuna þarna og lágmark að völlurinn sé mokaður."

„Við æfum á sparkvelli. Það er sparkvöllur á Ólafsfirði og við æfum á honum. Það er enn heillangt í að við komumst í almennilega æfingaaðstöðu og ég veit ekki hvenær við getum spilað okkar fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir