Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   lau 18. maí 2013 19:22
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Æfum á sparkvelli því völlurinn var ekki mokaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson var mjög ánægður með að hafa náð í stig á Leiknisvelli í dag. Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli. Leiknir er með tvö stig eftir tvær umferðir en KF eitt.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 KF

„Við komum hingað til að ná í stig með þann möguleika að taka öll stigin með skyndisóknum. En við förum sáttir með stig frá útivelli."

„Þeir voru ekkert að skapa og þegar ég lít til baka held ég að við höfum átt hættulegri færi ef eitthvað var. Við vorum að verjast í 90 mínútur og þeir voru með boltann nánast allan tímann. Það er mikilvægt að fá fyrsta stigið og nú vantar okkur bara 23," sagði Lárus kíminn,

Aðstæðurnar sem KF æfir við eru ekki boðlegar liði í 1. deild.

„Þetta er mjög erfitt. Það er ekki lengur snjór á Ólafsfjarðarvelli en langt í að hann verði tilbúinn. Undanfarin ár höfum við byrjað að æfa á Siglufjarðarvelli. Einhverra hluta vegna var hann ekki mokaður og nú ertu tveggja metra stórir skaflar á honum. Það er skrítið að völlurinn hafi ekki verið mokaður því KF bað sveitastjórnina margoft um að moka völlinn. Það er ekki verið að henda miklum peningum í íþróttaaðstöðuna þarna og lágmark að völlurinn sé mokaður."

„Við æfum á sparkvelli. Það er sparkvöllur á Ólafsfirði og við æfum á honum. Það er enn heillangt í að við komumst í almennilega æfingaaðstöðu og ég veit ekki hvenær við getum spilað okkar fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner