Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   lau 18. maí 2013 19:22
Elvar Geir Magnússon
Lárus Orri: Æfum á sparkvelli því völlurinn var ekki mokaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson var mjög ánægður með að hafa náð í stig á Leiknisvelli í dag. Leiknir og KF gerðu 1-1 jafntefli. Leiknir er með tvö stig eftir tvær umferðir en KF eitt.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 KF

„Við komum hingað til að ná í stig með þann möguleika að taka öll stigin með skyndisóknum. En við förum sáttir með stig frá útivelli."

„Þeir voru ekkert að skapa og þegar ég lít til baka held ég að við höfum átt hættulegri færi ef eitthvað var. Við vorum að verjast í 90 mínútur og þeir voru með boltann nánast allan tímann. Það er mikilvægt að fá fyrsta stigið og nú vantar okkur bara 23," sagði Lárus kíminn,

Aðstæðurnar sem KF æfir við eru ekki boðlegar liði í 1. deild.

„Þetta er mjög erfitt. Það er ekki lengur snjór á Ólafsfjarðarvelli en langt í að hann verði tilbúinn. Undanfarin ár höfum við byrjað að æfa á Siglufjarðarvelli. Einhverra hluta vegna var hann ekki mokaður og nú ertu tveggja metra stórir skaflar á honum. Það er skrítið að völlurinn hafi ekki verið mokaður því KF bað sveitastjórnina margoft um að moka völlinn. Það er ekki verið að henda miklum peningum í íþróttaaðstöðuna þarna og lágmark að völlurinn sé mokaður."

„Við æfum á sparkvelli. Það er sparkvöllur á Ólafsfirði og við æfum á honum. Það er enn heillangt í að við komumst í almennilega æfingaaðstöðu og ég veit ekki hvenær við getum spilað okkar fyrsta heimaleik," sagði Lárus Orri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner