mán 18. maí 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Andri Ólafs tognaður í nára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var ekki í leikmannahópi Eyjamanna í gær þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Fylki í Árbænum.

Andri sagði í samtali við Fótbolta.net að um tognun í nára væri að ræða.

„Ég vona að ég geti verið með á miðvikudaginn en ég veit það ekki. Það er óvissa," sagði Andri en ÍBV er án stiga og hefur að auki ekki skorað mark þegar þremur umferðum er lokið.

ÍBV fær Leikni í heimsókn klukkan 18 á miðvikudagskvöld.

„Við verðum bara að berja okkur saman og mæta eins og menn í næsta leik. Það er algjör lykilleikur á móti Leikni á miðvikudaginn," sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í Árbænum í gær.

Avni Pepa var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í fjarveru Andra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner