banner
   mán 18. maí 2015 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið WBA og Chelsea: Táningur byrjar hjá Chelsea
Ruben Loftus-Cheek byrjar á miðjunni.
Ruben Loftus-Cheek byrjar á miðjunni.
Mynd: Getty Images
West Brom tekur á móti meisturum Chelsea í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn er spilaður upp á stoltið eitt, enda Chelsea búið að vinna deildina og West Brom siglir lygnan sjó í neðri hlutanum.

Bæði lið tefla fram sterkum byrjunarliðum þar sem Saido Berahino er fremsti maður heimamanna en Diego Costa byrjar frammi hjá Chelsea.

Eden Hazard leikur sinn hundraðasta byrjunarliðsleik og er ásamt Cesc Fabregas og Loic Remy fyrir aftan Costa.

Hinn 19 ára gamli Ruben Loftus-Cheek er í byrjunarliði Chelsea og spilar hann á miðjunni ásamt Nemanja Matic.

West Brom: Myhill, Dawson, McAuley, Olsson, Lescott, Brunt, Fletcher, Yacob, Morrison, McManaman, Berahino
Varamenn: Rose, Wisdom, Baird, Gardner, Ideye, Anichebe, Mulumbu

Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Filipe Luis; Loftus-Cheek, Matic; Remy, Fabregas, Hazard; Diego Costa
Varamenn: Blackman, Ake, Mikel, Cuadrado, Azpilicueta, Christensen, Brown



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner