Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2015 17:53
Elvar Geir Magnússon
Danmörk: Tap hjá Nordsjælland - Rúnar Alex byrjaði
Rúnar Alex á æfingu U21-landsliðsins.
Rúnar Alex á æfingu U21-landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu 1-3 fyrir Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Nordsjælland er í áttunda sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Esbjerg sem er sæti neðar.

Alls voru fjórir Íslendingar í byrjunarliði Nordsjælland, þar á meðal markvörðurinn tvítugi Rúnar Alex Rúnarsson sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni.

Annað mark gestana kom úr vítaspyrnu og gat Rúnar Alex lítið gert við því fyrsta. Í uppbótartíma minnkaði Emiliano Marcondes muninn eftir aukaspyrnu frá Guðmundi. Esbjerg átti lokaorðið strax á eftir.

Adam Örn Arnarson og Guðmundur Þórarinsson léku allan leikinn fyrir Nordsjælland og Guðjón Baldvinsson lék fyrstu 60 mínúturnar. Guðmundur lagði upp eina mark heimamanna.
Athugasemdir
banner
banner