Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2015 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: West Brom fór illa með meistarana
Mynd: Getty Images
West Brom 3 - 0 Chelsea
1-0 Saido Berahino ('9)
2-0 Saido Berahino ('47, víti)
3-0 Chris Brunt ('60)
Rautt spjald: Cesc Fabregas, Chelsea ('29)

Saido Berahino gerði tvennu er West Bromwich Albion lagði nýkrýnda meistara Chelsea af velli í ensku úrvalsdeildinni.

Berahino byrjaði á því að skora flott mark með skoti fyrir utan vítateig áður en Cesc Fabregas var rekinn af velli fyrir að sparka knettinum í hausinn á leikmanni West Brom eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu.

Berahino fékk vítaspyrnu eftir brot John Terry á honum og tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleiknum.

Loic Remy átti skot í stöng fyrir gestina sem fengu færi en nýttu þau ekki. Chris Brunt gerði svo út um leikinn með frábæru bylmingsskoti á 60. mínútu.

Þetta er þriðja deildartap Chelsea á leiktíðinni sem getur mest endað með 87 stig á meðan West Brom er 40 stigum neðar, í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner