Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 18. maí 2015 20:30
Daníel Freyr Jónsson
ESPN varpar ljósi á gegndarlausa spillingu innan FIFA
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í forsetakosningar hjá FIFA þar sem búist er við því að Sepp Blatter nái endurkjöri og stýri sambandinu næstu fjögur ár til viðbótar.

Gríðarleg spilling hefur lengi lifað góðu lífi innan FIFA og var það í raun táknrænt fyrir spillinguna að Rússland og Katar hafi verið valin til að halda HM 2018 og 2022. Hafa sönnunargögn verið færð fram fyrir því hvernig nefnd á vegum Katar bauð háar upphæðir fyrir atkvæði í kosningunni um hvar mótið skildi haldið.

Rannsókn fór fram á aðdraganda kosningarinnar, en hinn bandaríski Michael J. Garcia, sagði sig frá rannsókninni eftir að einungis ritskoðaður úrdráttur úr skýrsla hans var gefin út. Það kom fáum á óvart að bæði Rússar og Katarar voru þar hreinsaðir af ásökunum sínum.

Þrátt fyrir það virðist hinn 79 ára Sepp Blatter ríghalda í völd sín og í nýrri heimildarmynd frá ESPN er gefið í skyn að Blatter viti af spillingunni. Í raun taki hann þátt í henni og um leið eru starfshættir hans það vafasamir að hann er sagður forðast það að koma til Bandaríkjanna af ótta við handtökuskipun.

Heimildarmyndin fer yfir feril Blatter og fjölmörg spillingarmál sem hafa litið dagsins ljós, allt frá því hann var kosinn til valda árið 1998. Einnig er rætt við vitni sem var í HM-nefnd Katara og var hún viðstödd mútuboð.

Forsetakosningar FIFA fara fram 29. maí á árlegu þingi sambandsins.



Athugasemdir
banner
banner