Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2015 20:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BB 
ÍR og BÍ/Bolungarvík með sameiginlegt lið
Úr leik hjá ÍR í fyrra.
Úr leik hjá ÍR í fyrra.
Mynd: Katrín J. Björgvinsdóttir
ÍR og BÍ/Bolungarvík verða með sameiginlegt lið í 1. deild kvenna í sumar. Þrátt fyrir að tæpir 500 kílómetrar séu úr Breiðholtinu á Ísafjörð og Bolungarvík þá stöðvar það ekki liðin í að sameinast í sumar.

Bæði BÍ/Bolungarvík og ÍR voru í manneklu fyrir mót og því varð þetta niðurstaðan frekar en að draga liðin úr keppni.

„Það var annað hvort að hætta með meistaraflokk eða gera þetta og við vildum ekki hætta vegna stelpnanna sem eru að æfa hjá okkur,“ Hulda Guðmundsdóttir, formaður meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík við BB.is.

„Við sáum okkur ekki fært að fá til okkar sex erlenda leikmenn sem við hefðum þurft. Við reyndum að fá íslenska leikmenn en það vildi engin koma.“

Hluti leikmanna BÍ/Bolungarvíkur býr á höfuðborgarsvæðinu og æfir með ÍR þar en hluti liðsins æfir á Vestfjörðum.

Í sumar mun ÍR/BÍ/Bolungarvík spila þrjá leiki á Hertz vellinum í Breiðholti en tvo leiki á Torfnesvelli á Ísafirði. Liðið leikur í A-riðli í 1. deild kvenna en þar spilar hvert lið einungis tíu leiki.

Hulda segir einnig að reksturinn sé erfiður hjá meistaraflokki kvenna á Vestfjörðum.

„Við komum víðast að lokuðum dyrum með styrki. Tek sem dæmi að Landsbankinn ætlar að styrkja BÍ um eina milljón. Meistaraflokkur karla fær 750 þúsund krónur og við eigum að fá 150 þúsund eins og unglingastarfið og mér finnst þetta alveg fáránlegt,“<7i> segir Hulda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner