Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. maí 2015 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mertens hetja Napoli í mikilvægum sigri
Mertens var lykilmaður í gífurlega mikilvægum sigri sem kemur Napoli í meistaradeildarbaráttuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.
Mertens var lykilmaður í gífurlega mikilvægum sigri sem kemur Napoli í meistaradeildarbaráttuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Napoli 3 - 2 Cesena
0-1 Gregoire Defrel ('15)
1-1 Dries Mertens ('19)
2-1 Manolo Gabbiadini ('21)
2-2 Gregoire Defrel ('45)
3-2 Dries Mertens ('57)

Dries Mertens skoraði tvö og lagði eitt upp í gífurlega mikilvægum sigri Napoli á Cesena í kvöld.

Napoli þurfti sigur til að halda sér í meistaradeildarbaráttunni ásamt Roma og Lazio sem eru þremur og fjórum stigum ofar þegar tvær umferðir eru eftir.

Heimamenn stjórnuðu ferðinni í leiknum en gestirnir, sem voru fallnir úr deildinni fyrir leikinn, voru hættulegir og komust yfir með glæsilegu langskoti frá Gregoire Defrel eftir korter af leiknum.

Belginn Mertens var ekki lengi að jafna leikinn og leggja svo upp mark fyrir Manolo Gabbiadini til að koma sínum mönnum yfir.

Defrel var svo aftur á ferðinni þegar hann jafnaði leikinn í 2-2 undir lok fyrri hálfleiks. Það var þó Mertens sem átti lokaorðið í leiknum þegar hann skoraði síðasta markið snemma í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner