Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2015 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Mirror 
Milner ætlar að hafna risasamningi til að fara til Liverpool
Mynd: Getty Images
James Milner vill yfirgefa Manchester City og er næsti áfangastaður hans talinn vera Liverpool.

Bresku miðlarnir The Daily Mail, The Mirror og The Telegraph greina öll frá því að miðjumaðurinn ætli sér að hafna himinháu samningstilboði frá Man City til að fara frítt í sumar þegar hann verður samningslaus.

Miðlarnir greina frá því að Milner fái 100 þúsund pund á viku hjá Liverpool. Þar fær hann að vera reglulegur byrjunarliðsmaður á miðjunni.

Hjá Manchester City fengi Milner 165 þúsund pund á viku en engin loforð um spilatíma eða stöðu á vellinum. Milner hefur verið notaður til að leysa gríðarlega margar stöður af hólmi á tíma sínum hjá Man City og er orðinn þreyttur á því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner