Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. maí 2015 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Jesús kristur, þriggja leikja bann fyrir þetta?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var kátur eftir þriggja marka tap Chelsea gegn West Bromwich Albion fyrr í kvöld.

Búið er að krýna Chelsea meistara og afsakaði Mourinho sína menn eftir stærsta tap félagsins í ensku deildinni síðan 2006.

Cesc Fabregas fékk rautt spjald í leiknum fyrir að sparka boltanum í hausinn á leikmanni West Brom eftir að dómari leiksins hafði dæmt aukaspyrnu.

„Það má ekki taka þetta úr samhengi og samhengið er að við erum þegar orðnir meistarar og þá missa leikmenn einbeitingu, ákefð og áhuga," sagði Mourinho eftir skellinn.

„Þriggja leikja bann fyrir þetta? Jesús kristur. Þriggja leikja bann? Auðvitað er það harkalegt.

„Það sem Fabregas gerði skaðaði engan, hann hefði ekki átt að gera þetta en mér fannst rauða spjaldið ekki sanngjarnt."

Athugasemdir
banner
banner
banner