mán 18. maí 2015 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: visir 
Myndband: Fabregas fékk rautt fyrir að sparka boltanum
Mynd: Getty Images
West Brom er tveimur mörkum yfir gegn Chelsea þegar hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.

Saido Berahino kom heimamönnum yfir snemma í leiknum og bætti öðru marki við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Cesc Fabregas fékk rautt spjald eftir hálftíma af fyrri hálfleik fyrir að sparka boltanum í hausinn á leikmanni West Brom eftir að Mike Jones dómari hafði dæmt aukaspyrnu.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan og eru Gary Neville og Jamie Carragher, sérfræðingar hjá Sky Sports, sammála ákvörðun dómarans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner