Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. maí 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Fékk hann borgað fyrir að verja ekki frá Sneijder?
Mynd: Getty Images
Ilhan Cavcav, formaður tyrkneska knattspyrnufélagsins Genclerbirligi, harðneitar ásökunum þess efnis að knattspyrnufélagið eða markvörður þess hafi þegið mútur fyrir að tapa leik gegn Galatasaray í efstu deild tyrkneska boltans.

Galatasaray vann Genclerbirligi með einu marki gegn engu í leik sem skipti Genclerbirligi engu máli.

Með sigrinum hélt Galatasaray toppsæti deildarinnar og er þremur stigum á undan Fenerbahce þegar tvær umferðir eru eftir.

Wesley Sneijder skoraði eina mark leiksins og telja margir það vera augljóst að Ferhat Kaplan, markvörður Genclerbirligi, hafi leyft honum að skora.

Demba Ba, sóknarmaður Besiktas sem er í þriðja sæti, setti inn færslu á Twitter skömmu eftir markið þar sem hann skrifaði að „sumt fólk í þessum heimi hlýtur að skammast sín."


Athugasemdir
banner
banner
banner