mán 18. maí 2015 16:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Óli Þórðar: Mál sem við ræðum ekki opinberlega
Haukur Baldvinsson með boltann.
Haukur Baldvinsson með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukur Baldvinsson, leikmaður Víkings, var tekinn af velli eftir 37 mínútna leik þegar Víkingur gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Skaganum í gær.

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, staðfesti í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu 97,7 að Haukur hafi ekki verið tekinn af velli vegna meiðsla.

„Þetta er mál sem við ætlum ekki að ræða opinberlega," sagði Ólafur í viðtali.

„Við ákváðum að gera breytingu og það er bara eins og það er."

Fyrr í þættinum kom fram saga þess efnis að Haukur hafi verið tekinn af velli fyrir að svara Ólafi. Orðaskipti hafi átt sér stað áður en Hauki var skipt af velli.

Reynt var að ná í Hauk við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner