Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. maí 2015 12:20
Magnús Már Einarsson
Rútuferðir og grill fyrir leik Grindavíkur og Þróttar
Páll Guðmundsson fyrirliði Þróttar.
Páll Guðmundsson fyrirliði Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Þróttur Vogum og Grindavík mætast í Borgunarbikar KSÍ klukkan 19:00 á Grindavíkurvelli í kvöld.

Mikil stemning er fyrir þessum Suðurnesjaslag en Þróttarar ætla bjóða uppá andlitsmálningu fyrir leik.

Þróttarar ætla bjóða uppá rútuferðir frá Vogunum og Grindavíkingar ætla kveikja upp í grillinu klukkutíma fyrir leik og eru stuðningsmenn beggja liða hvattir til að mæta í grillið.

Fyrir leikinn býður bæjarstjórn Grindavíkur fulltrúum bæjarstjórnar Voga til móttöku, enda ekki á hverjum degi sem nágrannaslagur er í knattspyrnunni.

Það er mikil tenging á milli félaganna og nokkrir leikmenn Þróttar hófu sinn feril með Grindavík á sínum tíma. Fyrirliði Þróttara er Páll Guðmundsson sem lék með Grindavík í nokkur ár.

Þá þjálfaði Þorsteinn Gunnarsson lið Þróttar 2013 og 2014 en hann var áður formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Athugasemdir
banner