Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 18. maí 2015 21:09
Magnús Már Einarsson
Sterling ætlar að óska eftir sölu frá Liverpool
,,Ekki fara
,,Ekki fara"
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Raheem Sterling ætli að óska eftir því að yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar.

Samningaviðræður Sterling við Liverpool hafa gengið illa en núverandi samningur hans rennur út árið 2017. Sterling er mjög óánægður með viðræðurnar sem og að Liverpool hafi ekki gert neitt til að slá á neikvæðar raddir í hans garð.

Sterling mun hitta Brendan Rodgers knattspyrnustjóra Liverpool og framkvæmdastjórann Ian Ayre á föstudag og þar er reiknað með að hann óski eftir því að fá að fara í sumar.

Ef Sterling fer frá Liverpool þykir Manchester City vera líklegur áfangastaður en Arsenal og fleiri stór félög í Evrópu hafa einnig áhuga.

Samkvæmt frétt BBC gæti Liverpool selt Sterling á 35 milljónir punda ef það verður niðurstaðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner