Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2017 12:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir 4. deild karla
Hvíti Riddarinn endar á toppi A-riðils samkvæmt spánni.
Hvíti Riddarinn endar á toppi A-riðils samkvæmt spánni.
Mynd: Raggi Óla
Úr leik hjá Hamri og Kríu í fyrra.  Bæði lið leika í A-riðli í ár.
Úr leik hjá Hamri og Kríu í fyrra. Bæði lið leika í A-riðli í ár.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Hörður Ísafirði er í 3. sæti í spá fyrir A-riðil.
Hörður Ísafirði er í 3. sæti í spá fyrir A-riðil.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Óli Baldur Bjarnason framherji GG.
Óli Baldur Bjarnason framherji GG.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Ísbirninum er spáð 7. sæti í A-riðli.
Ísbirninum er spáð 7. sæti í A-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Ellert Hreinsson er einn af mörgum öflugum leikmönnum sem Augnablik hefur krækt í.  Augnabliki er spáð efsta sæti í B-riðli.
Ellert Hreinsson er einn af mörgum öflugum leikmönnum sem Augnablik hefur krækt í. Augnabliki er spáð efsta sæti í B-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson er ennþá á ferðinni með KFS.
Tryggvi Guðmundsson er ennþá á ferðinni með KFS.
Mynd: Eyjafréttir
Heiðar Austmann varnarmaður Vatnaliljanna.
Heiðar Austmann varnarmaður Vatnaliljanna.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
KFR féll úr 3. deildinni í fyrra.  Liðinu er spáð 5. sæti í B-riðli.
KFR féll úr 3. deildinni í fyrra. Liðinu er spáð 5. sæti í B-riðli.
Mynd: Guðmundur Karl
Örvar Hugason (til hægri) hefur lengi verið í stóru hlutverki á Stokkseyri.
Örvar Hugason (til hægri) hefur lengi verið í stóru hlutverki á Stokkseyri.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Afríku er spáð 9. sæti í B-riðli á meðan Árborg er spáð toppsætinu í C-riðli.
Afríku er spáð 9. sæti í B-riðli á meðan Árborg er spáð toppsætinu í C-riðli.
Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Samúel Arnar Kjartansson er aðalmarkaskorari Ýmis.
Samúel Arnar Kjartansson er aðalmarkaskorari Ýmis.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Skallagrími er spáð 3. sæti í C-riðli.
Skallagrími er spáð 3. sæti í C-riðli.
Mynd: Skallagrímur
Gunnar Birgisson markvörður Kormáks/Hvatar.
Gunnar Birgisson markvörður Kormáks/Hvatar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Guðmunds er í nýju liði Úlfanna.
Daði Guðmunds er í nýju liði Úlfanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Léttismönnum er spáð 6. sæti í C-riðli þrátt fyrir að hafa farið í úrslitakeppnina í fyrra.
Léttismönnum er spáð 6. sæti í C-riðli þrátt fyrir að hafa farið í úrslitakeppnina í fyrra.
Mynd: Léttir
Pétur Ásbjörn Sæmundsson er í stóru hlutverki hjá Álftanesi.
Pétur Ásbjörn Sæmundsson er í stóru hlutverki hjá Álftanesi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stál-úlfur endar í 4. sæti í D-riðli samkvæmt spánni.
Stál-úlfur endar í 4. sæti í D-riðli samkvæmt spánni.
Mynd: Stál-Úlfur
Kristján Hermann Þorkelsson framherji KB fagnar marki.
Kristján Hermann Þorkelsson framherji KB fagnar marki.
Mynd: Brandur
Hinn reyndi Bjarki Már Árnason verður í vörninni hjá Drangey.
Hinn reyndi Bjarki Már Árnason verður í vörninni hjá Drangey.
Mynd: Valgeir S. Kárason
Geisli Aðaldal vann ekki leik í fyrra og liðinu er ekki spáð góðu gengi í ár.
Geisli Aðaldal vann ekki leik í fyrra og liðinu er ekki spáð góðu gengi í ár.
Mynd: Raggi Óla
Hin árlega spá Fótbolti.net fyrir 4. deild karla eða Passion League var kynnt í passion league innkastinu í vikunni. Hér er spáin á prenti en þar er farið nánar ofan í hvert lið.

Oftar en ekki hefur spáin verið mjög nákvæm en undanfarin ár hefur Magnús Valur Böðvarsson séð um hana. Runólfur Trausti Þórhallsson og Ingólfur Sigurðsson sáu um spána í passion league innkastinu að þessu sinni. Hér er síðan texti um liðin sem Magnús, Runólfur og Ingólfur sáu um.

Smelltu hér til að hlusta á 4. deildar Innkastið - Spáin fyrir sumarið


A-riðill
A-riðillinn ætti að skiptast í þrjá hluta ef allt fer eftir bókinni. Hvíti riddarinn og Hamar ættu að komast í úrslitakeppnina. Ísbjörninn og Snæfell verða í neðstu sætunum og hin í miðjumoði. Það kemur samt oftast eitthvað lið á óvart sem gæti blandað sér í baráttuna við Hvíta riddarann og Hamar en þá verða þau lið að taka stig af toppliðunum ásamt því að klára aðra leiki sömuleiðis.

1.Hvíti riddarinn
Hvíti riddarinn hefur verið eitt af sterkustu 4. deildarliðunum undanfarin ár og voru hársbreidd frá sæti í 3.deild í fyrra. Þeir voru í B-deild Lengjubikarsins þar sem þeir stóðu sig vel og náðu í fjögur stig. Mótherjar þeirra voru allt lið í 2. eða 3. deild. Hvíti riddarinn er oftar en ekki með gott sóknarlið og skorar mikið af mörkum. Þeir hafa misst nokkra leikmenn frá því í fyrra en bætt við sig mönnum í svipuðum styrkleika. Ef liðið heldur áfram að spila eins og þeir gerðu í fyrra ætti sæti í úrslitakeppninni að vera nokkuð öruggt. Helstu spurningamerkin eru þau hvernig standi Haukur Eyþórsson verður í þegar hann kemur heim en hann fór til Þýskalands í ævintýraleit og hvort Jóhann Andri Kristjánsson verði með en hann sleit krossband í fyrra.
Lykilmenn: Fannar Freyr Ásgeirsson, Gunnar Andri Pétursson, Gunnar Már Magnússon.

2. Hamar
Hamarsmenn ollu smá vonbrigðum í fyrra. Settu mikið í liðið og fengu marga sterka leikmenn en duttu út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðinu gekk afar illa í Lengjubikarnum í vor og náðu aðeins í sex stig. Þeir misstu nokkra leikmenn fyrir tímabilið en hafa bætt við sig þremur erlendum leikmönnum í staðinn sem ætti að styrkja liðið talsvert. Markmiðið í Hveragerði hlýtur að vera allavega úrslitakeppni og eflaust að fara upp um deild enda ekki langt síðan Hamar var í 2. deild.
Lykilmenn: Hrannar Einarsson, Magnús Otti Benediktson og Samuel Andrew Malson.

3. Hörður Ísafirði
Harðarmenn voru með fínt lið í fyrra og erfiðir heim að sækja. Þeir hafa bætt hópinn ef eitthvað er en þó nokkrir leikmenn hafa komið frá Vestra í vetur enda Vestri yfirfullt af útlendingum. Það er hægara sagt en gert fyrir pabbastrákana í Reykjavík að fara til Ísafjarðar og því eru fá lið sem sækja þrjú stig til Ísafjarðar. Helsti galli Harðar í fyrra var sá að þeir spiluðu oftast tvo leiki sömu helgina þegar þeir komu til Reykjavíkur. Oftar en ekki tapaðist seinni leikurinn. Ef þeir finna lausn á því vandamáli eru þeir til alls líklegir.
Lykilmenn: Ólafur Atli Einarsson, Magnús Ingi Einarsson, Sigurgeir Sveinn Gíslason

4. GG
Grindvíkingarnir virðast koma talsvert sterkari til leiks nú en í fyrra þar sem þeir komu samt ágætlega á óvart. Þeir hafa lítið misst af leikmönnum og styrkt sig meðal annars með Óla Baldri Bjarnasyni sem á eflaust eftir að berjast um markakóngstitilinn í 4.deildinni. Þeir voru hinsvegar að leka inn mörkum í Lengjubikarnum. Enduðu með markatöluna 13-14. Það gæti orðið talsverður hausverkur fyrir Grindvíkingana ætli þeir sér að enda ofar.
Lykilmenn: Nathan Ward, Óli Baldur Bjarnason, Scott Ramsey.

5. Kría
Kríumenn hafa verið með miðlungs 4.deildarlið undanfarin ár og það lítur út fyrir að svo verði aftur þannig í ár. Þeim gekk hörmulega í Lengjubikarnum en nú í lok gluggans hefur slatti af leikmönnum komið. Þar af nokkrir úr akademíu KV sem og uppaldir drengir af Seltjarnarnesi. Eins og venjulega ætlar Krían að fara þetta á stemmningunni sem gæti orðið mikil ef góð úrslit nást í byrjun móts. Ef ekki þá stefnir í strembið mót.
Lykilmenn: Aron Gauti Kristjánsson, Axel Fannar Sveinsson, Björn Valdimarsson,

6. Kórdrengir
Oft er erfitt að spá fyrir um gengi nýrra liða í deildinni, þeir hafa hinsvegar verið að dæla inn stórum nöfnum og erfitt að segja til um hverjir þeirra séu að fara spila að einhverju viti. Ef öll stóru nöfnin eru að fara spila gætu þeir gert tilkall til sætis í úrslitakeppni. Ef svo er ekki þá gæti liðið verið í basli en það tapaði til dæmis 7-1 fyrir Reynis Sandgerði í Borgunarbikarnum.
Lykilmenn: Ásgeir Frank Ásgeirsson, Magnús Már Lúðvíksson, Viktor Unnar Illugason.

7.Ísbjörninn
Ísbjörninn er lið sem hefur öll sín tímabil endað í seinustu tveimur sætum riðla sinna og auglýsa árlega eftir leikmönnum. Það hefur ekki verið styrkleiki en þeir virðast samt sem áður ná að bæta sig örlítið á milli ára. Lítill stöðuleiki er á leikmannahópi milli ára en 19 leikmenn út og 20 leikmenn inn segir sína sögu. Þá tapaði liðið öllum sínum leikjum í Lengjubikarnum og það nokkuð sannfærandi.
Lykilmenn: Bjarni Jóhannsson, Bragi Emilsson, Egill Eiríksson.

8. Snæfell/UDN
Eftir að hafa sýnt miklar framfarir undanfarin ár þá hafa lykilmenn horfið á braut og lítið komið inní staðinn. Liðið hefur verið að tapa öllum leikjum sínum í vor og oftar en ekki með tveggja stafa tölu. Þeir auglýstu einnig eftir leikmönnum í sumar og virðast hafa fengið lítil viðbrögð. Það að þeirra allra hæfileikaríkasti knattspyrnumaður skuli vera 45 ára er ekkert til að auka á bjartsýnina en þó er gríðarlega gaman að koma á Stykkishólm og frábært að hafa lið á landsbyggðinni.
Lykilmenn: Ármann Kári Unnarsson, Jóhannes Helgi Alfreðsson og Predrag Milosavljevic.


B-riðill
B-riðillinn er á pappírunum sá sterkasti í deildinni. Tvö lið sem fóru í úrslitakeppnina og bæði liðin sem féllu úr 3. deild í fyrra saman í riðli. Það virðist ansi margt geta gerst í þessum riðli og ef litið er á pappírinn fræga þá ætti Augnablik að vera með yfirburðarlið en baráttan um 2.sæti gæti orðið afar hörð.

1. Augnablik
Augnablik ætti að vera með yfirburðarlið í þessari deild og á í raun og veru ekkert heima í þessari deild. Einni til tveimur deildum ofar væri eðlilegt miðað við mannskap. Það er heldur betur að vera blása til sóknar í Kópavoginum og þvílíkar kanónur hafa skrifað undir félagaskipti og endalaust af mönnum sem kunna að skora mörk. Það er samt sem áður ekkert samasem merki á milli að fá leikmenn í félagið og að þeir spili, þá lentu þeir stundum í vandræðum varnarlega í Lengjubikarnum og töpuðu þar til að mynda gegn ÍH í og komust ekki í úrslit. Þeir prófuðu sig áfram í 2-6-2 leikkerfi sem var að virka gegn slakari liðum en svo gegn skipulögðu liði með eldfljóta framherja eins og ÍH gekk ekkert. Allt annað en sigur í deildinni væru vonbrigði fyrir Augnablik.
Lykilmenn: Ellert Hreinsson, Haukur Baldvinsson og Jökull Elísarbetarson.

2. ÍH
ÍH hefur verið með eitt af sterkari liðum í deildinni undanfarin ár og það að liðið skuli hafa dottið út í 8-liða úrslitum í fyrra voru gríðarleg vonbrigði. Síðan þá hefur liðið misst fimm lykilleikmenn og munar um minna. Samt sem áður unnu þeir riðilinn sinn í Lengjubikarnum, meðal annars sterkt lið Augnabliks áður en þeir fengu 3-0 skell gegn nágrönnum sínum frá Álftanesi í úrslitaleiknum. ÍH menn eru með sterkt lið en þurfa að hafa sig allan við ætli þeir sér að komast í úrslitakeppnina í þessum sterka riðli.
Lykilmenn: Alex Birgir Gíslason, Andri Magnússon, Magnús Stefánsson.

3. KFS
Hér renna menn smá blint í sjóinn, KFS féll úr 3.deildinni í fyrra þar sem þeim gekk afleitlega. Þeir voru ekki með í Lengjubikarnum í vor og koma því sem óskrifað blað inn í þetta Íslandsmót. Hinsvegar eru þeir nær alltaf miklu sterkari á sumrin, fá lið sem koma til Eyja og ná í svo mikið sem stig, hvað þá sigur. Útivöllurinn hefur samt sem áður sjaldan verið sterkur og því kannski smá bjartsýnisspá. Þá er Dr. Hjalti Kristjánsson hættur með KFS eftir að hafa verið Dario Gradi íslenska boltans með liðið í aldarfjórðung. KFS er hinsvegar lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu og gætu gert það ef allt gengur upp. Tryggvi Guðmundsson er enn að og hann gæti bætt mörkum í sanfið með KFS í dag.
Lykilmenn: Anton Bjarnason, Egill Jóhannsson, Tryggvi Guðmundsson.

4. Vatnaliljur
Vatnaliljur er lið sem hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Þeir gáfu fleiri liðum alvöru leiki í fyrra og bættu við sig töluvert af leikmönnum. Markmið þeirra eru háleitari í ár og vilja þeir vera í baráttu um sæti í úrslitakeppni. Þrátt fyrir að hafa bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum þá er ennþá stærra skarð sem vart er hægt að fylla en það er brotthvarf markvarðarins Björns Metúsalems Aðalsteinssonar sem fór til Fylkis. Nái þeir að fylla það skarð eru þeir til alls líklegir.
Lykilmenn: Kristófer Páll Lentz, Sindri Þór Sigurðsson og Victor Páll Sigurðsson.

5. KFR
Það er í raun og veru fráleitt að vera spá liði eins og KFR 5. sæti í sínum riðli í 4. deild þegar liðið spilaði í 3. deild á seinustu leiktíð en það er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá því að liðið hefur misst einhverja fimm af sínum sterkustu mönnum í burtu. Afar naumur sigur á utandeildarliði í bikarnum gefur ekki upp mikla bjartsýni. Það verður hinsvegar aldrei tekið af leikmönnum KFR að þeir berjast alltaf með kjafti og klóm og tapa sjaldan stórt og alltaf afar erfitt að mæta á Hvolsvöll og ætlast til að hirða þrjú stig. Þeir verða að spila afar vel ætli þeir sér að blanda sér í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í ár.
Lykilmenn: Hjörvar Sigurðsson, Jón Gunnar Böðvarsson og Reynir Björgvinsson

6. SR
SR-ingar eru með á nýjan leik en lítið gekk hjá liðinu seinast þegar þeir tóku þátt árið 20155. Þeir koma sem mjög óskrifað blað. Síðast var SR í samstarfi við Þrótti og reynsluboltar eins og Heiðar Helguson komu við sögu. Í ár er liðið skipað yngri leikmönnum en langflestir þeirra eru fæddir 1997 og voru að ganga upp úr öðrum flokki. Sumarið gæti orðið erfitt fyrir þá í B-riðlinum.
Lykilmenn: Andri Jónsson, Jónas Guðmundsson og Þorvaldur Skúli Skúlason.

7. Stokkseyri
Stokkseyringar hafa verið með í nokkur ár og virðast koma sífellt sterkari til leiks. Miklar framfarir eru frá ári til árs og gætu þeir ef allt gengur upp gert tilkall til sætis í úrslitakeppni. Heimavöllur þeirra er einn sá allra minnsti í deildinni og gæti gert liðum erfitt fyrir að skora séu heimamenn skipulagðir varnarlega. Hinsvegar virðast þeir oft detta niður þegar byrjar að fara ganga illa.
Lykilmenn: Arilíus Marteinsson, Andri Marteinsson og Örvar Hugason.

8. Elliði
Elliðamenn koma aftur inn í deildina eftir smá fjarveru. Fyrir nokkrum árum komust þeir í úrslitakeppnina en tóku sér svo hlé. Árangur þeirra í deildarbikarnum var ekki til að hrópa húrra fyrir, einungis sigrar gegn Kóngum og Afríku sem þykir ekki mjög merkilegt. Hinsvegar virðist liðið vera fá haug af 2.flokksstrákum úr Fylki til liðs við sig sem gæti styrkt liðið talsvert enda virka margir ekki í nægjanlega góðu formi, til að mynda var liðið 2-0 yfir í bikarnum gegn Kormáki/Hvöt þegar 10 mínútur voru eftir og misstu það niður í framlengingu þar sem liðið fékk svo 4 mörk á sig þar. Það væri gaman að sjá ef Elliði gæti komið á óvart í ár og afsannað spá okkar.
Lykilmenn: Daníel Freyr Guðmundsson, Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson, Páll Pálmason.

9. Afríka
Afríku er spáð neðsta sætinu en eitt árið og ætti ekki að koma á óvart. Þeir virka þó sterkari í ár og myndi maður ekkert missa andlitið ef þeir fara vinna einhverja leiki. Þeir ollu Augnablik talsverðum vandræðum í Lengjubikarnum og töpuðu einungis 4-2 og að sama skapi töpuðu þeir aðeins með einu marki gegn ÍH, 1-2. Þeir komust áfram úr fyrstu umferð í bikarnum og eru farnir að geta skorað mörk og minnkað aðeins lekan í vörninni. Verður þetta árið sem Afríka kemur á óvart?
Lykilmenn: Ronald Audrey Gonzalez, Robert Mugabe og Sebastian Jeczelewski.


C-riðill
C-riðillinn er afar áhugaverður riðill. Okkar sérfræðingar telja þó að hann verði þrískiptur, Árborg, Ýmir og Skallagrímur berjist um sæti í úrslitakeppninni, Kormákur/Hvöt Léttir og Úlfarnir í miðjumoði og Hrunamenn og Kóngarnir í neðstu sætunum.

1. Árborg
Árborg hefur verið með lið sem nær alltaf hefur verið í baráttu um sæti í úrslitakeppni en oftar en ekki dottið útúr 8. liða úrslitum eða verið hársbreidd frá því að komast upp úr riðlinum. Baráttan er alltaf mikil hjá Árborgurum og fá þér sjaldan mikið af mörkum á sig. Þeir eiga það hinsvegar til að eiga í erfiðleikum með að skora eins og sýndi sig í Lengjubikarnum þar sem þeir unnu einungis einn leik og gerðu þrjú jafntefli. Það er þó ekki auðvelt að vinna Árborgarana en ætli þeir sér að standa undir þessari spá verða þeir að vinna leiki sem þeir ættu að vinna.
Lykilmenn: Magnús Helgi Sigurðsson, Richard Sæþór Sigurðsson og Tómas Kjartansson.

2. Ýmir
Ýmismenn virðast koma gríðarlega vel mannaðir til leiks í ár og þá helst sóknarlega. Þeir elska að sækja og eru með marga menn sem geta skorað en þegar kemur að varnarleiknum þá geta þeir lekið inn mörkum sem gæti komið í bakið á þeim seinna meir. Í liðinu eru gríðarlega reynslumiklir leikmenn sem eru samtals með yfir 100 leiki í efstu deild og um 400 leiki í 1.deild og 2.deild karla. Ýmir er með lið sem ætti að fara í úrslitakeppni.
Lykilmenn: Davíð Magnússon, Hörður Magnússon og Samúel Arnar Kjartansson.

3. Skallagrímur
Skallagrímur er lið sem má muna fífil sinn fegurri. Liðið var í efstu deild fyrir 20 árum og hafa verið í baráttu um sæti í 3. deild síðustu ár. Nú er loksins komið að því að Skallarnir ætli að rífa sig uppúr öldudalnum og hafa þeir alla burði til þess. Þeir komut í úrslit Lengjubikarsins en töpuðu þar gegn Álftnesingum í annars nokkuð jöfnum leik. Það hefur vantað herslumuninn hjá þeim hingað til og Skallarnir eru staðráðnir í að fara alla leið núna. Heimavöllurinn er einn sá glæsilegasti í deildinni og þá eru þeir með einn allra efnilegasta leikmann 4.deildar og þó víða væri leitað í sínum röðum en það er bakvörðurinn ungi Brynjar Snær Pálsson.
Lykilmenn: Goran Jovanovski, Sölvi G. Gylfason og Viktor Ingi Jakobsson.

4. Kormákur/Hvöt
Það hefur verið uppgangur fyrir norðan og lið Kormáks/Hvatar hefur verið að styrkjast til muna. Liðið fór í undanúrslit í Lengjubikarnum og varð að lúta í lægra haldi gegn Sköllunum. Liðið hefur alla burði til þess að geta blandað sér í baráttuna en þeir hafa oft verið í erfiðleikum á útivöllum þó þeir séu erfiðir heim að sækja. Í fyrra gerði Kormákur/Hvöt meðal annars 3-3 jafntefli við Hvíta Riddarann í riðlakeppninni þar sem liðið var óheppið að ná ekki öllum stigunum. Þegar liðið er með fullskipaðan hóp er það til alls líklegt.
Lykilmenn: Guðmundur Kristinn Vilbergsson, Ingvi Rafn Ingvarsson, Óskar Snær Vignisson.

5. Úlfarnir
Úlfarnir eru komnir til leiks í fyrsta sinn í langan tíma. Liðið er að langmestu leyti byggðir upp af ungum Frömurum ásamt nokkrum gömlum reynsluboltum. Á meðal reynsluboltanna er Daði Guðmundsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Fram. Þeim gekk ekkert alltof vel í Lengjubikarnum og virkuðu sem miðlungslið í þessari deild. Þeir eru með lið sem allir geta lent í vandræðum en gætu verið sjálfum sér verstir. Lið sem gæti hæglega komið á óvart en varla að fara blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
Lykilmenn: Daði Guðmundsson, Magnús Ingi Einarsson og Ragnar Valberg Sigurjónsson.

6. Léttir
Léttismenn fóru í úrslitakeppnina í fyrra en höfðu í raun og veru ekkert erindi þangað og lentu á vegg þegar þangað var komið. Þeir voru heppnir með riðil í fyrra en eru í talsvert sterkari í ár. Léttismenn eru samt sem áður með fínt lið og ættu hæglega að geta endað ofar en þessi spá sýnir. Liðið gerði ekkert stórmerkilega hluti í Lengjubikarnum en þeir eru með nokkuð svipaðan mannskap og seinasta ári sem eru styrkleikamerki. Léttismenn ættu þau auðveldlega að geta afsannað þessa spá.
Lykilmenn: Ari Viðarsson, Gunnar Hilmar Kristinsson og Hafliði Hafliðason.

7. Hrunamenn
Hrunamenn koma inn í deildina í fyrsta sinn síðan elstu menn muna. Sérfræðingar muna ekki einu sinni svo langt aftur. Það er alltaf mikil stemning að fá ný lið af landsbyggðina í deildina og getur komið inn með mikla stemningu í bæjarfélagið. Það verður örugglega frábært að heimsækja Flúðir í sumar í frábæru veðri. Liðið er hinsvegar algjörlega óskrifað blað. Fáir leikmenn sem hafa mikla reynslu, leikmannalisti Hrunamanna taldi aðeins um 30 stráka þar af um 10 sem höfðu einhverja meistaraflokksreynslu og sá reynslumesti með aðeins um 30 leiki. Þeim er samt sem áður ekki spáð neðsta sætinu.
Lykilmenn: Guðmundur Karl Eiríksson, Kjartan Sigurðsson, Kristján Valur Sigurjónsson.

8. Kóngarnir
Kóngarnir hafa verið með slökustu liðum 4.deildarinnar undanfarin ár. Tvö töp á þessu ári gegn Afríku ásamt því að hafa ekki unnið leik á þessu ári gefur þessa spá. Þeir enda meira segja neðar í spá okkar en algjörlega nýtt lið með litla reynslu. Kóngarnir hafa samt sem áður verið að reyna að styrkja sig og hafa bætt við sig leikmönnum. Samt sem áður spáum við þeim öðru afar erfiðu tímabili.
Lykilmenn: Björn Ingi Árnason, Hjörtur Gunnarsson og Einar Sverrir Tryggvason

D-riðill
Sérfræðingar Fótbolta.net telja að Álftanes og KH ættu að rúlla yfir riðilinn og hin liðin ættu í erfiðleikum með að ógna þeim í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Mídas og Stál-úlfur eru taldir líklegastir til að geta valdið þeim usla, þá næst koma KB og Drangey á meðan Álafossi og Geisla er spáð slæmu gengi.

1. Álftanes
Álftanes komst ekki í úrslitakeppni í fyrra en hafa síðan þá skipt um þjálfara og heldur betur bætt við sig mannskap. Þeir unnu deildarbikarinn sannfærandi og slógu út Vestra úr bikarnum, liði sem er spáð toppsæti í 2.deild. Þá eru þeir með einn stærsta og breiðasta leikmannahóp deildarinnar og virðast ekkert vera verri þó að 2-3 leikmenn detta út. Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Geir Eiðsson og Úlfar Hrafn Pálsson haf abæst í hópinn undanfarnar vikur en það eru leikmenn með úrvasdeildarreynslu sem voru allir lengi í lykilhlutverkum hjá Haukum. Álftnesingar virka í góðu formi og eiga ef allt er eðlilegt að komast auðveldlega í úrslitakeppnina.
Lykilmenn: Hilmar Rafn Emilsson, Hreiðar Ingi Ársælsson, og Pétur Ásbjörn Sæmundsson.

2.KH
KH var hársbreidd frá því að komast upp um deild í fyrra og eru með gríðarlega sterkt lið á 4.deildar mælikvarða. Hægt var að spá þeim fyrsta sæti enda unnu þeir riðil sinn sannfærandi í fyrra og meðal annars Álftanes í þrígang. Þeir spiluðu í B-deild Lengjubikarsins og stóðu sig ágætlega og hafa unnið báða leiki sína í bikarnum hingað til. Þeir koma afar sterkir til leiks og þarf eitthvað furðulegt að gerast komist þeir ekki í úrslitakeppnina í ár. Gríðarlega vel mannað lið með fína breidd.
Lykilmenn: Alexander Lúðvíksson, Steinar Logi Sigurþórsson og Sveinn Ingi Einarsson.

3. Mídas
Mídas hefur verið í 4.deild í nokkur ár og aldrei endað svona ofarlega en hinsvegar virðast þeir hafa verið að styrkja sig mikið og leikmenn orðnir talsvert leikreyndari. Þeir töpuðu naumlega fyrir Álftanesi í deildarbikarnum til að mynda og líta út fyrir að vera komnir með talsvert sterkara lið en í fyrra. Þeir verða að taka stigin á móti Álftanesi og KH ef þeir eiga að geta blandað sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppnina.
Lykilmenn: Daníel Björn Sigurbjörnsson, Matthías Már Matthíasson og Þór Steinar Ólafs.

4. Stál-úlfur
Stál-úlfur er lið sem hefur verið að bæta sig ár frá ári og spila oftar en ekki afar skipulagðan fótbolta, stundum vantar hinsvegar meiri hæfileika inn í liðið og spurning hvort það komi í ár. Þeir eru dálítil ólíkindatól. Til að mynda stóðu þeir vel gegn Álftanesi, burstuðu Árborg en skíttöpuðu fyrir Mídas og Ými í Lengjubikarnum. Þeir hafa einu sinni gert góða tilraun að komast í úrslitakeppninni og spurning hvort þetta verði þeirra ár til að endurtaka leikinn.
Lykilmenn: Mariuz Adasiewicz, Ramunas Macezinskas, Rui Pedro Jesus Pereira.

5. KB
KB var lengi vel eitt sterkasta lið 4.deildarinnar en það hefur hinsvegar verið smá doði í liðinu á undanförnum árum. Þeir hafa marga mjög fína knattspyrnumenn á sínum snærum og vilja rífa liðið upp að nýju. Þeir hafa verið í talsverður vandræðum með varnarleikinn og fengið heilan haug af mörkum á sig en að sama skapi verið ágætir fram á við. Nái þeir að laga varnarleikinn er aldrei að vita nema KB menn geti blandað sér í baráttuna.
Lykilmenn: Helgi Óttar Hafsteinsson, Kamil Piekarski og Kristján Hermann Þorkelsson.

6. Drangey
Drangey kemur aftur inn í deildina í fyrsta skipti í dálítinn tíma. Dangeyingar voru afar sterkir þegar þeir voru síðast með og voru að berjast um toppsætin. Eftir að Tindastóll féll drógu þeir sig út en hafa nú tekið upp þráðinn aftur eftir að Stólarnir komust upp í 2. deild á ný. Drangeyingar eru dáltið óskrifað blað enda voru þeir ekki í Lengjubikarnum og því erfitt að spá fyrir hversu sterkir þeir eru. Ef þeir koma til leiks á sama hátt og þeir gerðu síðast þegar þeir voru í deildinni þá gætu þeir verið mjög sterkir.
Lykilmenn: Bjarki Már Árnason, Guðni Þór Einarsson og Jón Grétar Guðmundsson.

7. Álafoss
Álafoss er nýtt lið með í fyrsta skipti og kemur úr Mosfellsbænum. Liðið virðist skipað mikið af ungum Mosfellingum sem ekki náðu að fá nógu mörg tækifæri hjá Hvíta riddaranum og því verður að telja að þeir séu óskrifað blað. Þeir voru ekki í Lengjubikarnum eða bikarnum og einn æfingaleikur þar sem naumur sigur vannst á Kóngunum gæti gefið vísbendingar að tímabilið gæti orðið erfitt. Fyrsta ár nýs liðs er oft mjög erfitt og gæti þetta orðið erfitt ár fyrir þá. Gaman verður hins vegar að sjá þá og gætu þeir komið á óvart.
Lykilmenn: Davíð Leví Magnússon, Patrekur Helgason og Patrík Elí Einarsson.

8. Geisli Aðaldal
Geislamenn frá Aðaldal komu skemmtilega inn í deildina í fyrra og þratt fyrir rýra stigasöfnum fagna menn landsbyggðarliðum. Þeir voru ekki með í deildarbikarnum í ár og töpuðu fyrir utandeilarliði í bikarnum en það gefur ekki bjarta mynd af sumrinu. Heimamenn verða að vera bjartsýnir því það er engan vegin auðvelt að ferðast norður og oft koma lið þangað með laskað lið.
Lykilmenn: Arnór Heiðmann Aðalsteinsson, Árni Gísli Magnússon og Gunnar Úlfarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner