Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. maí 2017 17:02
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Byrjunarlið FH og Sindra: 16 ára mætir 49 ára
Einar Örn Harðarson varð sextán ára í apríl, er fæddur 2001.
Einar Örn Harðarson varð sextán ára í apríl, er fæddur 2001.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH mætir Sindra í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins klukkan 18. Það búast allir við því að Íslandsmeistararnir verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun en Sindramenn eru ákveðnir í að koma á óvart.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Sindri er frá Höfn í Hornafirði og leikur í 2. deildinni. Liðið hefur gert 2-2 jafntefli í báðum leikjum sínum í deildinni til þessa. Þjálfari liðsins er Samir Mesetovic.

Í byrjunarliði Sindra má finna Gunnar Inga Valgeirsson sem er 49 ára.

Í byrjunarliði FH er Einar Örn Harðarson, 16 ára strákur, í þriggja manna varnarlínunni. Sóknarlega er reynslan öllu meiri hjá FH-ingum. Atli Guðnason, Veigar Páll Gunnarsson og Atli Viðar Björnsson eru fremstu menn.

Byrjunarlið FH:
12. Vignir Jóhannesson (m)
5. Bergsveinn Ólafsson
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
20. Kassim Doumbia
22. Halldór Orri Björnsson
23. Veigar Páll Gunnarsson
25. Einar Örn Harðarson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Byrjunarlið Sindra:
6. Róbert Marvin Gunnarsson (m)
4. Ingvi Þór Sigurðsson
8. Akil De Freitas
11. Tómas Leó Ásgeirsson
17. Árni Rúnar Örvarsson
19. Mirza Hasecic
20. Þorlákur Helgi Pálmason
22. Jón Þór Stefánsson
23. Nedo Eres
24. Gunnar Ingi Valgeirsson
25. Mate Paponja

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner