Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Man City og Chelsea á eftir leikmanni Swansea
Llorente hefur skorað mikilvæg mörk í vetur
Llorente hefur skorað mikilvæg mörk í vetur
Mynd: Getty Images
Ítalska blaðið Tuttosport greinir frá því í dag að stórliðin Chelsea og Manchester City muni reyna að fá til liðs við sig, leikmann Swansea.

Umræddur leikmaður er sóknarmaðurinn Fernando Llorente. Hann ásamt Gylfa Sigurðssyni eru lykilmenn í liði Swansea sem bjargaði sér naumlega frá falli síðustu helgi.

Llorente hefur skorað 14 mörk í 27 leikjum á þessu tímabili og eru Antonio Conte og Pep Guardiola sagðir vera miklir aðdáendur Spánverjans.

Þeir vilja báðir fá hann til liðsins sem einskonar varaskeifa fyrir aðalframherja þeirra.

Llorente hefur áður spilað undir stjórn Conte, en það var tímabilið 2013-14 hjá Juventus.

Llorente, eða Rauða ljónið eins og hann er kallaður er að klára sitt fyrsta tímabil hjá Swansea en hann kom til liðsins frá Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner