Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. maí 2018 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding og Fjarðabyggð á toppnum
Afturelding vann dramatískan sigur.
Afturelding vann dramatískan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru í 2. deild karla í kvöld.

Fjarðabyggð hafði unnið báða leiki sína áður en liðið mætti Hetti í kvöld. Liðið komst nálægt því að tapa á Egilsstöðum en jöfnunarmark frá Javier Del Cueto í uppbótartíma bjargaði stigi fyrir Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Afturelding sem mætti Víði.

Líkt og Fjarðabyggð, þá lenti Afturelding undir í kvöld og var lengi vel undir en þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðust hlutirnir fyrir Mosfellinga. Hafliði Sigurðarson jafnaði þá og í uppbótartímanum skoraði Alexander Aron Davorsson sigurmarkið.

Geggjaður sigur hjá Aftureldingu á heimavelli og er liðið nú í toppsætinu með sjö stig, líkt og Fjarðabyggð.

Víðir úr Garði er með eitt stig í tíunda sæti og Höttur er með tvö stig í sætinu fyrir ofan.

Höttur 1 - 1 Fjarðabyggð
1-0 Francisco Javier Munoz Bernal ('28)
1-1 Javier Angel Del Cueto Chocano ('90)

Afturelding 2 - 1 Víðir
0-1 Ari Steinn Guðmundsson ('36)
1-1 Hafliði Sigurðarson ('86)
2-1 Alexander Aron Davorsson ('92)

Á morgun eru tveir leikir:
14:00 Völsungur-Vestri (Húsavíkurvöllur)
14:00 Þróttur V.-Tindastóll (Vogabæjarvöllur)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner