Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
   fös 18. maí 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfason: Við verðum bara betri og betri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já kannski. Þetta var frekar rólegt í fyrri hálfleik og ekkert mikið um marktækifæri og við náðum ekki að spila okkar leik" sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir jafntefli á móti KR á Alvogenvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Seinni hálfleikurinn var fjörugur og við komumst yfir í leiknum og vorum alltaf líklegir en KR skorar fljótlega sem var dállítið högg fyrir okkur. Það kemur ákveðið móment, Gísli kemur út af vellinum og við erum einum færri og við erum smá kærulausir og fáum þetta beint í andlitið.

Í lokin fengum við ágætis færi til að skora og ágætis hraðaupphlaup en inn vildi boltinn ekki en sanngjörn niðurstaða kannski.

Þetta er gott stig á erfiðum útivelli en mér fannst við geta átt að klára þetta í lokin. En þetta er ánægjulegt. Ágætis uppskera upp úr fyrstu fjórum leikjunum og við tökum það með okkur. Að sjálfsögðu eru 18 leikir eftir og þetta verður bara stuð. Við verðum bara betri og betri eftir það sem líður á sumarið"


Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner