„Já kannski. Þetta var frekar rólegt í fyrri hálfleik og ekkert mikið um marktækifæri og við náðum ekki að spila okkar leik" sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir jafntefli á móti KR á Alvogenvellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
„Seinni hálfleikurinn var fjörugur og við komumst yfir í leiknum og vorum alltaf líklegir en KR skorar fljótlega sem var dállítið högg fyrir okkur. Það kemur ákveðið móment, Gísli kemur út af vellinum og við erum einum færri og við erum smá kærulausir og fáum þetta beint í andlitið.
Í lokin fengum við ágætis færi til að skora og ágætis hraðaupphlaup en inn vildi boltinn ekki en sanngjörn niðurstaða kannski.
Þetta er gott stig á erfiðum útivelli en mér fannst við geta átt að klára þetta í lokin. En þetta er ánægjulegt. Ágætis uppskera upp úr fyrstu fjórum leikjunum og við tökum það með okkur. Að sjálfsögðu eru 18 leikir eftir og þetta verður bara stuð. Við verðum bara betri og betri eftir það sem líður á sumarið"
Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir